Samtals 7,7 milljónum úthlutað til íþrótta- og menningarmála
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 15. febrúar 2018 tillögur skóla- og frístundaráðs og menningar- og safnanefndar um styrkveitingar til íþrótta- og menningarmála að andvirði 7,7 m.kr. Um er að ræða úthlutun styrkja úr sjóði atvinnu-, íþrótta- og menningarmála en auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn í nóvember með umsóknarfrest til 17. desember síðastliðinn.
Að þessu sinni voru einungis veittir styrkir til verkefna á sviði íþrótta og menningar og var afgreiðslu atvinnutengdra umsókna frestað fram að vori vegna stefnumótunar í atvinnumálum hjá Akraneskaupstað. Jafnframt ákvað bæjarráð að skilyrða greiður til íþróttafélaga í þá veru að styrkþegar sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga hafi til staðar siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræðslu um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi fyrir iðkendur og starfsmenn innan félagsins. Áhersla er á að fræðsla nái til starfsmanna og þjálfara. Öll íþróttafélög sem fengu úthlutað styrk þurfa að skila bæjaryfirvöldum yfirlýsingu frá stjórn félagsins um að framangreint verði uppfyllt fyrir 15. maí 2018.
Samhliða úthlutun úr sjóðnum var samþykkt að gera breytingar á áðurnefndum sjóði og skipta honum upp þannig að það verði sérstakur sjóður fyrir annars vegar íþróttatengd verkefni og hins vegar menningartengd verkefni. Bæjarráð var sammála um að þær breytingar feli í sér meiri skilvirkni og gagnsæi þegar kemur að úthlutun og forgangsröðun verkefna. Styrkveitingar til atvinnutengdra verkefna verða mótaðar samhliða áðurnefndri stefnumörkun í atvinnumálum en horft er til að þær verði teknar fyrir jafn óðum og þær berast, þar sem oftast nær er umfang þessara umsókna öðruvísi en til að mynda á sviði íþrótta og menningar. Næstu skref eru að forma reglur fyrir þessa sjóði og mun það vera í höndum skóla- og frístundaráðs og menningar- og safnanefndar að leggja tillögur um slíkar reglur fyrir bæjarráð í vor.
Eftirtaldir aðilar fengu úthlutað styrkjum í ár:
Badmintonfélag Akranes - rekstrarstyrkur kr. 200.000
Blakfélagið Bresi - rekstrarstyrkur kr. 75.000
Brynjar Már Ellertsson - ferðastyrkur kr. 150.000
Fimleikafélag Akraness - rekstrarstyrkur kr. 200.000
Golfklúbburinn Leynir - tækjabúnaður kr. 200.000
Íþróttabandalag Akraness - tækjabúnaður kr. 200.000
Íþróttabandalag Akraness - markþjálfi kr. 200.000
Íþróttafélagið Þjótur - rekstrarstyrkur kr. 300.000
Jóhann Ársæll Atlason - ferðastyrkur kr. 150.000
Karatefélag Akraness - æfingarbúðir erlendis kr. 150.000
Keilufélag Akraness - tækjabúnaður kr. 275.000
Knattspyrnufélag ÍA - fyrirlestraröð kr. 300.000
Knattspyrnufélagið Kári - boltakaup kr. 150.000
Körfuknattleiksfélag ÍA - boltakaup kr. 150.000
Sigurfari - siglingafélag Akraness - siglinganámskeið kr. 200.000
Sjóbaðsfélag Akraness - viðburður á Írskum dögum kr. 100.000
Sundfélag Akraness - rekstrarstyrkur kr. 50.000
Valdís Þóra Jónsdóttir - ferðastyrkur kr. 300.000
Vélhjólaíþróttafélag Akraness - framkvæmdastyrkur kr. 150.000
Dularfulla búðin - vísindaskáldsögusafn kr. 350.000
Grundaskóli - söngleikur kr. 500.000
Hallbera Fríður Jóhannesdóttir - endurprentun Á ferð og flugi með ömmu kr. 50.000
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir og Birgir Þórisson - klassískir tónleikar á Vökudögum kr. 400.000
Ingibjörg Halldórsdóttir - heimildamyndahátíð kr. 300.000
Ingimar Oddsson - Steampunk Iceland hátíð kr. 150.000
Kór Akraneskirkju - tónleikar í Bíóhöllinni kr. 250.000
Kvennakórinn Ymur - tónleikahald kr. 100.000
Leikfélagið Skagaleikflokkurinn - námskeið kr. 150.000
Leikfélagið Skagaleikflokkurinn - götuleiksýningar kr. 200.000
Leiklistarklúbbur NFFA - söngleikur kr. 500.000
Lovísa Lára Halldórsdóttir - hrollvekjuhátíð á Akranesi kr. 250.000
Muninn kvikmyndagerð ehf. - örmyndir um atvinnusögu Akraness kr. 500.000
Norræna félagið á Akranesi - rekstrarstyrkur kr. 100.000
FEBAN félag eldri borgara - rekstrarstyrkur kr. 300.000
Hljómur kór eldri borgara - rekstrarstyrkur kr. 100.000
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember