Samvinna eftir skilnað – SES
27.03.2023
Vakin er athygli á heimasíðu SES-samvinnu eftir skilnað fyrir foreldra barna sem búa á tveimur heimilum. Samvinna eftir skilnað (Samarbejde efter skilsmisse - SES) var upphaflega þróað í Danmörku og hafa rannsóknir sýnt marktækan mun á líðan þeirra sem taka þátt í verkefninu og þeirra sem ekki gera það. Um er að ræða gagnreynt námsefni sem er ætlað að hjálpa foreldrum við að takast á við breytingar og áskoranir sem algengar eru í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita.
Ef foreldrar telja sig þurfa meiri stuðning eða fræðslu eftir að hafa farið í gegnum námskeiðin á heimasíðunni stendur þeim til boða:
- Sérhæfð ráðgjöf hjá SES ráðgjöfum Akraneskaupstaðar til að stuðla að betri foreldrasamvinnu. Ráðgjöfin er með hagsmuni barnsins að leiðarljós og er veitt til að koma í veg fyrir eða draga úr ágreiningi foreldra sem standa í skilnaði eða hafa gengið í gegnum skilnað. Sótt er um á akranes.is
- Hópnámskeið Námskeið fyrir foreldra þar sem ítarlega er fjallað um áhrif skilnaðar á fjölskyldu (fyrirhugað í september 2023).
Foreldrum er bent á heimasíðuna: www.samvinnaeftirskilnad.is
Fréttir
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember