Sementsstrompurinn felldur í byrjun næsta árs
Þann 20. desember síðastliðinn var verksamningur undirritaður milli Akraneskaupstaðar og Work North ehf. um niðurrif sementsstrompsins. Work North er núverandi verktaki við niðurrif sementsverksmiðjunnar. Viðstödd undirritunina voru bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, fulltrúar Work North, fulltrúar skipulags- og umhverfisráðs ásamt starfsfólki skipulags- og umhverfissviðs. Fyrr á þessu ári var leitað álits hjá íbúum Akraness um framtíð sementsstrompsins. Niðurstaða kosningarinnar var afgerandi en alls bárust 1095 atkvæði sem skiptust þannig að 94,25% (1032 íbúar) kusu að strompurinn skyldi verða felldur og 5,75% (63 íbúar) kusu að strompurinn ætti að standa áfram.
Work North mun vinna verkið í fullu samráði við undirverktakann Dansk Sprængnings Service sem veitir sérfræðiaðstoð, skipuleggur fellingu strompsins og stýrir framkvæmd við fellingu. Næstu vikur verða notaðar í undirbúning að fellingu strompsins og er stefnt að niðurfellingu hans á tímabilinu 1. febrúar til 15. mars 2019. Sérstök tilkynning verður gefin út þegar nánari tímasetning liggur fyrir. Heildarkostnaður verksins er um 26 m.kr.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember