Sigurður Elvar Þórólfsson er Skagamaður ársins
Á Þorrablóti Skagamanna sem haldið var þann 20. janúar síðastliðinn var Sigurður Elvar Þórólfsson ritstjóri Skagafrétta og útbreiðslustjóri hjá Golfsambandi Íslands útnefndur Skagamaður ársins 2017. Það var Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs sem kynnti Skagamann ársins með eftirfarandi stökum sem Heiðrún Jónsdóttir þjónustufulltrúi á bæjarskrifstofunni orti af þessu tilefni:
Vandi nokkur vera kann
að velja ársins Skagamann
en fyrst nú höfum fundið þann
formlega skal kynna hann.
Er á Skaga upprunnið,
ekta þar með teljum við
eintak þetta ómengað
ýmsir geta vottað það.
Íþróttirnar iðka fór,
afreka varð hugur stór.
Meðal annars menntun hlaut
margvíslega á þeirri braut.
Býsna oft í brögðum snar
bolta skaut í körfurnar
en kempan vill nú kúlurnar
hverfa sjá í holurnar.
Fréttamanns á ferlinum
formanns gegndi embættum.
Golfsambandi góðu hjá
gagnlegt margt nú vinnur sá.
Hollur sinni heimabyggð,
henni sýnir mestu tryggð.
Skarpur dreifir skrifuðum
Skagafréttum jákvæðum.
Skagafréttir er fjölskylduverkefni sem Sigurður Elvar stýrir ásamt foreldrum sínum, systkinum, frændfólki og börnum. Sigurður Elvar hefur lagt mikinn metnað og alúð í uppbyggingu vefsins og hafa þau tileinkað sér starfshætti þar sem þau nálgast hlutina með öðrum hætti, ýta undir það jákvæða og fjalla um þau atriði sem myndu e.t.v. ekki ná til annarra fjölmiðla. Sigurður Elvar er menntaður íþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands og Íþróttaháskólanum í Noregi og starfaði hann við íþróttakennslu og körfuboltaþjálfun í rúman áratug. Hann hefur frá árinu 2000 starfað í fjölmiðlageiranum og í dag starfar hann sem útbreiðslustjóri hjá Golfsambandi Íslands en vann þar á undan sem íþróttafréttamaður og íþróttafréttastjóri á tveimur af stærstu fjölmiðlum landsins.
Sigurður Elvar á þrjú börn, Elísu Svölu, Axel Fannar og Ísak Örn. Unnusta Elvars er Skagamærin Díana Carmen Llorens Izaguirre en hún á einnig þrjú börn, Elínborg Llorens, Þór Llorens og Gabríel Llorens - sem taka öll þátt í fréttaöflun fyrir skagafrettir.is. Sigurður Elvar fékk málverk eftir Bjarna Þór myndlistarmann og veglegan blómvönd frá Model. Svipmyndir frá Þorrablótinu má nálgast hér á Skagafrettir.is
Akraneskaupstaður sendir Sigurði Elvari hamingjuóskir með titilinn Skagamaður ársins 2017.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember