Sigurður Þór Elísson nýr eldvarnareftirlitsfulltrúi
Sigurður Þór Elísson hefur verið ráðinn eldvarnareftirlitsfulltrúi hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar, Akraneskaupstað. Sigurður hefur starfað í slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar (SAH) frá árinu 2002. Hann hlaut löggildingu sem slökkviliðsmaður árið 2008 og hefur undanfarin ár starfað sem annar af tveimur þjálfunarstjórum liðsins. Sigurður Þór hefur frá 2018 starfað við hlið slökkvistjóra SAH við m.a. eldvarnareftirlit og haldið utan um æfingar og bakvaktir liðsins ásamt nýliðamóttöku. Hann hefur komið að endurmenntun atvinnubílstjóra, sinnt ökukennslu, verið í byggingareftirliti hjá Vinnueftirlitinu og sérfræðingur í forvörnum fyrirtækja hjá VÍS. Þá hefur Sigurður Þór verið slökkviliðs og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Akureyrar.
Sigurður Þór lauk sveinsprófi í húsasmíði árið 2004 og hefur sótt fjölda námskeiða um brunavarnir og slökkvistörf. Hann lauk löggildinu sem sjúkraflutningamaður árið 2011.
Auglýsing um starfið var birt um í byrjun maí síðastliðinn og var umsóknarfrestur til og með 20. maí. Alls bárust 4 umsóknir um starfið. Umsjón með ráðningunni höfðu slökkviliðsstjóri, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs hjá Akraneskaupstað. Hagvangur veitti ráðgjöf við ráðningarferlið.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember