Fara í efni  

Sjómannadagurinn á Akranesi

Sjómenn við vinnu fyrir utan Akranes
Sjómenn við vinnu fyrir utan Akranes

Dagskrá Sjómannadagsins á Akranesi, sunnudaginn 7. júní er eftirfarandi:

Kl. 11Sjómannadagsmessa. Blómsveigur lagður að sjómanninum á Akratorgi að lokinni athöfn.
Kl. 11 - Sjósund með Sjósundsfélaginu. Farið frá Jaðarsbakkalaug niður að sjó. Nýliðar sérstaklega velkomnir. Konfekt í potti að sundi loknu.
Kl. 12 - Skökkin við Akratorg og Garðakaffi á Safnasvæðinu verða með sjávarréttaþema í hádeginu.
Kl. 12 - Sundfélag Akraness heldur stakkasundkeppni í Jaðarsbakkalaug. Keppnin stendur til kl. 14, allir geta tekið þátt. Skráning og stakkar á staðnum. 
Kl. 13 - Eldsmiðakeppni á Safnasvæðinu. Keppnin stendur til kl. 16 og allir hjartanlega velkomnir að fylgjast með. 
Kl. 13:30 - Kaffisala í Jónsbúð á vegum Slysavarnafélagsins Líf. Opið til kl. 16:30 og allir hjartanlega velkomnir. 
Kl. 13:30 - Fiskmarkaður Íslands opnar fyrir almenning. Úrval fiska til sýnis! 
Kl. 14 - Andlitsmálun í boði Verkalýðsfélags Akraness og Akraneskaupstaðar í Jónsbúð. Allir krakkar velkomnir!
Kl. 14 - Sirkus Íslands gefur blöðrur fyrir utan Jónsbúð í skemmtilegum útfærslum. Þau verða á staðnum til kl. 16.
Kl. 15 - Keppni í sjómanni í Jónsbúð undir styrkri stjórn Ólafs Adolfssonar. Verðlaun veitt fyrir ,,Sjómanninn 2015".
Kl. 16 - Bíósýning í Bíóhöllinni. Akraneskaupstaður og Verkalýðsfélag Akraness bjóða á myndina Pitch Perfect 2. Athugið, takmarkað sætapláss.
Kl. 19 - A Joyful Noise, tónleikar Kanadísks kórs í Vinaminni.

Verkalýðsfélag Akraness gefur öllum börnum í leikskólum harðfisk frá Felix í tilefni dagsins

Á sunnudaginn verður frítt í sund í Jaðarsbakkalaug og er laugin opin frá kl. 9-18.


Við vekjum athygli á að nýr togari Bjarni Ólafsson AK kemur til hafnar á Akranesi  föstudaginn 5. júní. Einnig er færeyski kútterinn Westward Ho við bryggju á Akranesi en hann siglir til Reykjavíkur á laugardagsmorguninn 6. júní.  


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00