Skaginn 3x hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands
Íslenska tækni- og framleiðslufyrirtækið Skaginn 3x hlaut síðdegis í gær, þann 19. apríl Útflutningsverðlaun forseta Íslands. Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.
Skaginn 3x varð fyrir valinu vegna árangurs í þróun, framleiðslu og sölu tækjabúnaðar fyrir matvælaiðnaðinn, einkum fiskvinnsluna. Í fréttatilkynningu Íslandsstofu kemur fram að fyrirtækið er í fremstu röð þeirra íslensku fyrirtækja sem hafa náð að brjóta sér leið inn á alþjóðlegan matvælamarkað með framleiðsluvörur sem í upphafi eru þróaðar í nánu samstarfi við íslensk framleiðslufyrirtæki. Sérstaða Skagans er fólgin í byltingarkenndum tækninýjungum hvað varðar íslausa kælingu á matvælum, sjálfvirkni og lausnum við pökkun og flutning á afurðunum. Skaginn hlaut einnig þann 30. mars sl. Nýsköpunarverðlaun Íslands og er fyrsta fyrirtækið til að hljóta bæði Nýsköpunarverðlaun Íslands og Útflutningsverðlaun forseta Íslands á sama árinu.
Útflutningsverðlaunin eru veitt í 29. sinn en þau voru fyrst veitt árið 1989. Meðal annarra fyrirtækja er hlotið hafa verðlaunin í gegnum tíðina eru Bláa lónið, CCP, Hampiðjan, Trefjar ehf., Icelandair Group og Ferðaskrifstofa bænda, og á síðasta ári hlaut Nox Medical verðlaunin. Tilgangurinn með veitingu útflutningsverðlaunanna er að vekja athygli á þjóðhagslegu mikilvægi gjaldeyrisöflunar og alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem hafa náð sérstaklega góðum árangri í sölu og markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu erlendis. Í úthlutunarnefndinni sátu að þessu sinni: Örnólfur Thorsson, frá embætti forseta Íslands, Runólfur Smári Steinþórsson, frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Björgólfur Jóhannsson frá Viðskiptaráði, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, frá Alþýðusambandi Íslands og Sigsteinn Grétarsson frá Íslandsstofu, en Íslandsstofa ber ábyrgð á undirbúningi og kostnaði við verðlaunaveitinguna.
Akraneskaupstaður sendir forsvarsmönnum Skagans innilegar hamingjuóskir með þennan árangur og erum stolt af því að svo framúrskarandi fyrirtæki sé á Akranesi
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember