Skagamenn virkir á afmælisráðstefnu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi
Það var ánægjulegt að á 50 ára afmælisráðstefnu SSV föstudaginn 15. nóvember sl. voru Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra og Ása Katrín Bjarnadóttir starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs öll með öflugt innlegg í dagskránna.
Í upphafi kynnti Sævar Kristinsson frá KPMG niðurstöður úr sviðsmyndagreiningu um mögulega þróun atvinnulífs og samfélags á Vesturlandi. Í kjölfarið fjölluðu ungir Vestlendingar um sína sýn á framtíðina og dagskránni lauk síðan með pallborðsumræðum sem Gísli Einarsson stýrði. Í pallborði voru Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Þórdís Kolbrún R.Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri Grundarfirði og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra
Rauði þráðurinn í framtíðarsýn ungu Vestlendinganna var „breytingar” og mikilvægi þeirra.
Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttamaður talaði um hvernig samtalið milli landsbyggðarinnar og borgarinnar þyrfti að breytast. Hún minnti líka á að þó að hlutirnir hafi alltaf verið gerðir á ákveðinn hátt, þýddi það ekki að til væri önnur og betri leið. Auður Kjartansdóttir, lögfræðingur fjallaði um hvernig áherslur hjá ungu fjölskyldufólki væru að breytast og lagði áherslu á mikilvægi samkenndar og félagsskaps í minni sveitarfélögum sem væri nauðsynlegur og veitti aukið öryggi. Bjarki Þór Grönfeldt, doktorsnemi í stjórnmálasálfræði við háskólann í Kent ræddi um þær breytingar sem eru að verða á heilsu fólks á tímum tækninýjunga og samfélagsmiðla. Einsemd sé að verða eitt helsta heilsufarsvandamál í heiminum og velti hann fyrir sér hvernig sveitarfélög ætli sér að takast á við þessar breytingar en hann taldi mikið sóknarfæri fyrir minni samfélög til að auka tengsl milli íbúa og lýðheilsu þeirra. Ása Katrín Bjarnadóttir, nemi í umhverfisskipulagi við Landbúnaðarháskóla Íslands talaði um hvernig skipulag í bæjum hefur áhrif á lýðheilsu og tengsl íbúa og talaði fyrir vistvænni samgöngumöguleikum. Hún hvatti fólk til að vera ekki hrædd við nýja tíma, aðrar áherslur og breytingar í nútíma samfélagi. Gaman er að benda á að þó að engin af frummælendum hefðu rætt saman fyrir fundinn tengdust mjög málefnin sem lágu þeim á hjarta þar sem grunnstefið var breytingar og viðhorfið til þeirra.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri gaf tóninn í pallborði með áherslu á mikilvægi þess að trúa á skapandi ungt fólk, lýðheilsu og umhverfismál. Björg Ágústsdóttir kom inn á gjörbreytta tíma í viðhorfi til umhverfismála og þau tækifæri sem vinna við Svæðisgarð Snæfellinga hefur skapað. Umræðurnar fjölluðu mikið um að framtíð Vesturlands byggðist mikið á möguleikunum að bregðast við breytingum, sterkum innviðum, framsækni í umhverfisvænum og skapandi lausnum. Að loknu pallborði var hófst hátíðardagskrá með tónlistaratriði frá Soffíu Björg og kvöldverði.
Óhætt er að segja að byltingarkenndar breytingar hafði orðið á Vesturlandi á sl. 50 árum og ögrandi áskoranir halda áfram. Þar skiptir samtal og samstaða íbúa miklu máli um hvernig til tekst.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember