Skimun fyrir starfsmenn leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og frístundastarfs Akraneskaupstaðar
Það hefur ekki farið fram hjá bæjarbúum að gríðarleg aukning hefur verið í smitum í bæjarfélaginu síðustu daga. Staðan hefur haft mikil áhrif á starfsemi stofnanna okkar og gripið var til þess ráðs að loka leik- og grunnskólum, tónlistarskóla og frístundastarfi í dag 5. nóvember, bæði vegna mönnunarvanda og til að leita allra leiða til þess að draga úr fjölgun smita. Slíkar ráðstafanir hafa óhjákvæmilega mikil áhrif á starfsemi annarra stofnanna og inngrip í daglegt líf bæjarbúa. Til þess að mögulegt sé að hefja starfsemi að nýju með sem öruggustum hætti er mikilvægt að leitast við koma í veg fyrir að smit í starfsmannahópum.
Heilbrigðisstofnun Vesturlands hefur verið í samstarfi við bæjarstjóra um framkvæmd skimunar með því að boða starfsmenn í PCR próf á morgun laugardag milli 10-12. Meðfylgjandi orðsending fór út til starfsmanna fyrir stundu.
Mikilvæg orðsending vegna skimunar hjá HVE fyrir starfsfólk, leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og frístundastarfs.
Á morgun laugardaginn 6. nóvember milli 10-12 verður á Þjóðbraut 11 Akranesi, framkvæmd skimun fyrir starfsfólk leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og frístundastarfs hjá Akraneskaupstað. Markmið með þessari aðgerð er að opna sem flestar stofnanir á mánudaginn a.m.k. fyrir börn þeirra foreldra sem tilheyra forgangshópum og þurfa að mæta til vinnu. Á sunnudag verður metin hversu víðtæk opnunin verður þ.e. fyrir forgangshópa t.d. velferðarþjónustu, hjúkrunarheimili, heilbrigðisstarfsfólk eða víðtækari opnun fyrir alla.
Starfsmenn eru boðaðir í fullt PCR próf og eiga þeir að mæta sem eru ekki með staðfest Covid smit, ekki í sóttkví samkvæmt ákvörðun rakningateymis og ekki þeir sem þurfa að fara í sýnatöku vegna einkenna.
Þeir sem eru í smitgát í þessum hópi mæta líka í þessa skimun þar sem hún gefur betri niðurstöðu en hraðpróf.
Starfsmenn skrá sig með rafrænum skilríkjum á heilsuveru.is, merkja við kvef og skrá sig í tíma kl. 10 og passa sig að skrá sig ekki í hraðpróf. Vinsamlega látið yfirmenn ykkar vita þegar niðurstaða liggur fyrir sem verður unnið með á sunnudeginum.
Mikilvægt er að virða það að þessi skimun er einungis fyrir þennan skilgreinda hóp
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri vill þakka stjórnendum og hinu frábæra starfsfólki HVE að bregðast hratt við þessari beiðni. Við viljum eftir fremsta megni geta opnað leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og frístundastarf svo starfsemi stofnanna og fyrirtækja verði fyrir sem minnstri skerðingu. Vonandi gefa niðurstöður á sunnudag okkur tilefni til þess en það gæti komið til þess að við opnum fyrir forgangshópa.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember