Fara í efni  

Sorphirða - 1-3 heimili 4 úrgangsflokkar

Á Akranesi er núna verið að undirbúa flokkun sorps við hvert íbúðarhús í 4 úrgangsflokka lögum samkvæmt. Núverandi tunnur og nýjar tunnur verða merktar með þessum 4 flokkum sorps. Þessi breyting verður í september í haust.

Tunnur með matarleifum og blönduðum úrgangi verða hreinsaðar á tveggja vikna fresti á Akranesi og tunnur með plasti og pappa verða hreinsaðar á 3 vikna fresti.

Auk þessara 4 úrgangsflokka, eiga íbúar að flokka gler, málma, textíl og skilagjaldsskyldar umbúðir en hægt er að losa þessa úrgangsflokka á grenndarstöð í bæjarfélaginu og í Fjöliðjunni, Smiðjuvöllum 9. Upplýsingar má sjá hér (tengill: https://www.akranes.is/thjonusta/umhverfi/sorphirda-og-endurvinnsla)

Upplýsingar um flokkun, pappírspoka undir lífrænt og fleira verður dreift til heimila í ágúst, en sjá má almennar upplýsingar um slíkt á upplýsingasíðu Sorpu (tengill: https://www.sorpa.is/frodleikur/eitt-flokkunarkerfi-og-sofnum-a-matarleifum/#fjorir-flokkar)

Samskipti:

Öll samskipti (fyrirspurnir, staðfesting, breyting) verða í gegnum netfangið tunnur@akranes.is eða með bréfi til Þjónustuvers Akraneskaupstaðar, Dalbraut 4, 300 Akranesi.

Gjaldskrá breytt:

Í dag er gjaldskráin fyrir sorphirðu (úrgangsþjónustu) þannig að gjald er lagt á íbúðir og það innheimt með fasteignagjöldum. Gjaldskránni verður breytt þannig að reiknað verður gjald á hverja lóð eftir fjölda og gerð íláta, mismunandi eftir úrgangsflokkum. Heildargjald hverrar lóðar verður síðan skipt jafnt milli íbúða og það innheimt með fasteignagjöldum eins og í dag.

Ný gjaldskrá tekur gildi um næstu áramót. Hæsta gjaldið verður fyrir losun á blönduðum úrgangi og svo lífrænum úrgangi, en vegna greiðsla frá Úrvinnslusjóði verður lægra gjald fyrir endurvinnsluefni (pappír og plast). Þetta fyrirkomulag á að hvetja til flokkunar úrgangs.

Tunnur við heimili fyrir 4 flokka:

Öllum íbúðarhúsum á Akranesi er skipt í 4 hópa, varðandi útreikning á tunnur, stærð og fjölda hvers hóps:

  • Sérbýli (einbýli og íbúðir í parhúsi og raðhúsi)
  • Tvíbýli (2 íbúðir í húsi)
  • Þríbýli (3 íbúðir í húsi)
  • Fjölbýli (fleiri en 3 íbúðir)

Í útreikningi á fjölda tunna fyrir þessa hópa er miðað við að magn úrgangs á viku frá hverri íbúð sé þessi: Lífrænn 15 ltr, blandaður 60 ltr, pappa 50 ltr og plast 40 ltr.

Við útreikning er miðað við þessar stærðir á tunnum:

Sérbýli, tvíbýli og þríbýli á lóð

Til að heimili hafi nægar tunnur fyrir þetta reiknaða rúmmál, þá er þessum hópum úthlutað eftirfarandi tunnum:

Breiddin á öllum tunnum er 0,6 m en 360 ltr tunnur eru 0,9 m á dýpt, 0,16 m dýpri en 240 ltr tunnur. Ekki verður í boði að fá tvískipta tunnu fyrir pappa og plast.

Þessa reiknuðu úthlutun þurfa heimilin að skoða, m.a. komast þessar tunnur fyrir, þarf að bæta við tunnum frá reiknaðri úthlutun. Verði niðurstaðan að óska eftir fleiri tunnum eða aðra stærð af tunnum heldur en úthlutun segir, þá þurfa heimilin að tilkynna það við fyrsta tækifæri, í síðasta lagi mánudaginn 13. ágúst 2024.

Ákvörðun um fyrirkomulag sorptunna á lóð í tví- og þríbýli er sameiginleg öllum íbúðum. Tilkynning til okkar á netfangið tunnur@akranes.is um breytingu frá úthlutun þarf að vera frá aðila sem er með samþykki annara húseigenda í húsinu. Reiknað verður með þessari úthlutun ef ekki berast tilkynningar um annað frá heimilum. Í ágúst verður komið með nýjar tunnur og eldri tunnur endurmerktar.

Komi í ljós síðar í haust eftir að reynsla er komin á breytt fyrirkomulag, að heimili vilji gera breytingu á afhentum tunnum (bæta við eða fækka um 1 tunnu í hverjum flokki), þá verður hægt að gera það án kostnaðar til loka nóvember.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00