Sorphirða hjá heimilum (1-3 íbúðir) 4 úrgangsflokkar (breytt 13.8.2024)
Á Akranesi er núna verið að undirbúa flokkun sorps við hvert íbúðarhús í 4 úrgangsflokka í samræmi við lög um sorphirðu. Núverandi tunnur og nýjar tunnur verða merktar með þessum 4 flokkum sorps. Þessi breyting er áætluð í nóvember á þessu ári.
Tunnur með matarleifum og blönduðum úrgangi verða hreinsaðar á tveggja vikna fresti og tunnur með plasti og pappa verða hreinsaðar á 3 vikna fresti.
Auk þessara 4 úrgangsflokka, eiga íbúar að flokka gler, málma, textíl og skilagjaldsskyldar umbúðir en hægt er að losa þessa úrgangsflokka á grenndarstöð í bæjarfélaginu og í Fjöliðjunni, Smiðjuvöllum 9. Upplýsingar má sjá hér (tengill: https://www.akranes.is/thjonusta/umhverfi/sorphirda-og-endurvinnsla)
Upplýsingar um flokkun, pappírspoka undir lífrænt og fleira verður dreift til heimila við breytinguna, en sjá má almennar upplýsingar um slíkt á upplýsingasíðu Sorpu (tengill: https://www.sorpa.is/frodleikur/eitt-flokkunarkerfi-og-sofnum-a-matarleifum/#fjorir-flokkar)
Samskipti:
Öll samskipti (fyrirspurnir, staðfesting, breyting) verða í gegnum netfangið tunnur@akranes.is eða með bréfi til Þjónustuvers Akraneskaupstaðar, Dalbraut 4, 300 Akranesi.
Gjaldskrá breytt:
Í dag er gjaldskráin fyrir sorphirðu (úrgangsþjónustu) þannig að gjald er lagt á íbúðir og það innheimt með fasteignagjöldum. Gjaldskránni verður breytt þannig að reiknað verður gjald á hverja lóð eftir fjölda og gerð íláta, mismunandi eftir úrgangsflokkum. Heildargjald hverrar lóðar verður síðan skipt jafnt milli íbúða og það innheimt með fasteignagjöldum eins og í dag.
Ný gjaldskrá tekur gildi um næstu áramót. Hæsta gjaldið verður fyrir losun á blönduðum úrgangi og svo lífrænum úrgangi, en vegna greiðsla frá Úrvinnslusjóði verður lægra gjald fyrir endurvinnsluefni (pappír og plast). Þetta fyrirkomulag á að hvetja til flokkunar úrgangs.
Tunnur við heimili fyrir 4 flokka:
Öllum íbúðarhúsum á Akranesi er skipt í 4 hópa, varðandi útreikning á sorpmagni, stærð og fjölda tunna fyrir hvern hóp:
- Sérbýli (einbýli og íbúðir í parhúsi og raðhúsi)
- Tvíbýli (2 íbúðir í húsi)
- Þríbýli (3 íbúðir í húsi)
- Fjölbýli (fleiri en 3 íbúðir)
Í útreikningi á fjölda tunna fyrir þessa hópa er miðað við að magn úrgangs á viku frá hverri íbúð sé þessi: Lífrænn 15 ltr, blandaður 60 ltr, pappa 50 ltr og plast 40 ltr.
Við útreikning er miðað við þessar stærðir á tunnum:
Sérbýli, tvíbýli og þríbýli á lóð
Til að heimili hafi nægar tunnur fyrir þetta reiknaða rúmmál, þá er þessum hópum úthlutað eftirfarandi tunnum:
Breiddin á öllum tunnum er 0,6 m en 360 ltr tunnur eru 0,9 m á dýpt, 0,16 m dýpri en 240 ltr tunnur. Ekki verður í boði að fá tvískipta tunnu fyrir pappa og plast.
Ákvörðun um fyrirkomulag sorptunna á lóð í tví- og þríbýli er sameiginleg öllum íbúðum. Tilkynning til okkar á netfangið tunnur@akranes.is um breytingu frá úthlutun þarf að vera frá aðila sem er með samþykki annara húseigenda í húsinu. Reiknað verður með þessari úthlutun ef ekki berast tilkynningar um annað frá heimilum.
Í nóvember verður komið með nýjar tunnur og eldri tunnur endurmerktar.
Eftir að reynsla er komin á breytt fyrirkomulag og tunnufjölda, getur komið í ljós að þið viljið gera breytingu á fjölda íláta, þá verður hægt að gera það með greiðslu breytingagjalds skv. gjaldskrá.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember