Staða gatnaframkvæmda við Esjubraut
Fyrri hluta framkvæmda við Esjubraut er nú lokið og hefur verið opnað fyrir umferð frá Kalmanstorgi austur fyrir innkeyrslu að Húsasmiðjunni. Við þetta verður aðkoma að Kalmansvöllum eðlileg aftur og hjáleiðum um lóð Bjarmars og Olís lokað.
Framkvæmdir eru hafnar við næsta áfanga Esjubrautar, þ.e. frá rétt vestan við gatnamót Smiðjuvalla / Dalbrautar að Esjutorgi. Lokað er fyrir umferð um það svæði. Smiðjuvellir og Dalbraut er því botnlangagötur að gatnamótunum Esjubrautar. Aðeins seinna verður opnað frá Esjubraut að Esjuvöllum og verða ökumenn að nýta sér hjáleiðir frá Dalbraut að Esjuvöllum í viku til 10 daga lengur. Er það vegna framkvæmda við frágang gatnamóta Esjuvalla og Esjubrautar. Aðkoma verður frá Dalbraut að lóðunum Dalbraut 16 og Þjóðbraut 13A. Aðkoma verður frá Smiðjuvöllum að lóðum Esjubraut 49 og Smiðjuvöllum 4.
Nánari útskýringar um vinnusvæðið má sjá um meðfylgjandi mynd.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember