Fara í efni  

Starf skólastjóra Grundaskóla

Akraneskaupstaður auglýsir lausa til umsóknar stöðu skólastjóra Grundaskóla á Akranesi. Við leitum að umbótasinnuðum og farsælum leiðtoga til að stýra einum öflugasta skóla landsins. 

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

  • Veita Grundaskóla faglega forystu.
  • Virk þátttaka í þróun og skipulagi skólastarfs á Akranesi.
  • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri Grundaskóla.
  • Samstarf við bæjaryfirvöld og aðila skólasamfélagsins.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi á skólaþróun og nýjungum er skilyrði.
  • Leyfisbréf grunnskólakennara og kennslureynsla á grunnskólastigi er skilyrði.
  • Þekking og reynsla af rekstri og stjórnun er skilyrði.
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og kennslufræða er æskileg.
  • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Sérstök áhersla er lögð á að viðkomandi búi yfir lipurð í samstarfi og mannlegum samskiptum.

Í samræmi við mannréttindastefnu Akraneskaupstaðar eru bæði karlar og konur hvött til að sækja um starfið.  Laun eru samkvæmt kjarasamningi SNS og KÍ. Staðan er laus frá og með 1. ágúst 2016.

Nánari upplýsingar um starfið veita Jóna Björk Sigurjónsdóttir jona.sigurjonsdottir@capacent.is og Gunnar Gíslason gunnar.gislason@akranes.is

Umsóknum fylgi ítarleg starfsferilskrá ásamt greinargerð þar sem kemur fram ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi til starfsins. Umsóknarfrestur er til 29. febrúar 2016.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00