Starfsáætlun Akraneskaupstaðar samþykkt í bæjarstjórn í gær
Starfsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2015 var samþykkt í bæjarstjórn Akraness í gær, 27. janúar. ,,Þetta er í fyrsta sinn sem við setjum fram heildstæða starfsáætlun fyrir kaupstaðinn“ segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri. Markmiðið er að hvetja stjórnendur til að setja skýr markmið fyrir svið og stofnanir með mælikvörðum um árangur. Áætlunin lýsir einungis hluta af þeim verkefnum sem unnið er að í hverjum málaflokki fyrir sig en stjórnendur hafa valið verkefnin í samræmi við áherslur hjá viðkomandi fagráði. Verkefnin þurfa að endurspegla þá stefnu sem unnið er eftir og þau málefni sem sett voru á oddinn við gerð málefnasamnings nýrrar bæjarstjórnar. Niðurstöður úr viðhorfskönnunum Capacent Gallup eru nýttar sem mælitæki, sem og árangur í fjármálum og niðurstöður úr starfsmannakönnun sem verður framkvæmd á meðal allra starfsmanna á árinu. Regína segir að hún líti fyrst og fremst á áætlunina sem verkfæri sem verði þróað og betrumbætt með tímanum.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember