Starfsemi Fjöliðjunnar opnar að Smiðjuvöllum 9
Stefnt er að því að starfsemi Fjöliðjunnar fari á fullt flug eftir helgina í húsnæði að Smiðjuvöllum 9 en eldur kviknaði í húsnæði þess að Dalbraut þann 7. maí síðastliðinn. Eldsupptök voru í batteríum úr veglyklum sem Fjöliðjan var að flokka fyrir Spöl/Vegagerðina.
Starfsemi Fjöliðjunnar er gríðarlega mikilvæg en einnig viðkvæm. Fjöliðjan er vinnu- og hæfingarstaður fyrir fólk með skerta starfsgetu. Verkefnin þar eru mjög fjölbreytt en m.a. er dósaflokkun þar og alls konar pökkunarstarfsemi svo sem á Prins Polo, pökkun á afmæliskortum og líming endurskinsborða á vegastikur. Í Fjöliðjunni starfa um 50 manns og þar af eru 11 leiðbeinendur.
Aðgerðaráætlun var virkjuð daginn eftir brunann og fór að stað samstillt átak stjórnenda Akraneskaupstaðar, skipulags- og umhverfissviðs, velferðar- og mannréttindasvið og starfsmanna Fjöliðjunnar í að leita að heppilegu húsnæði fyrir starfsemina. Fjórir staðir voru skoðaðir og var niðurstaðan fljótlega sú að húsnæðið að Smiðjuvöllum 9væri heppilegast, enda rúmar það vel alla starfsemi Fjöliðjunnar. Eigendur Smiðjuvalla 9 eru Trésmiðjan Akur og hafa tekist samningar um að Akraneskaupstaður leigi húsnæðið af þeim til ársloka 2020..
Í dag eru stjórnendur og starfsmenn Akurs, sem sýnt hafa verkefninu einstakan velvilja, að vinna á fullum krafti við að breyta og aðlaga húsnæðið að starfseminni. Unnið er að því að setja upp milliveggi, rafmagn, salernisaðstöðu og eldhús. Vonir standa til að öll starfsemin geti hafist á nýjum stað eftir hvítasunnuhelgi
Akraneskaupstaður vill þakka bæði starfsmönnum og öðrum íbúum bæjarins sem brugðust við með því að benda á eða bjóða húsnæði, aðstoðuðu við flutningana eða gerðu starfsfólki Fjöliðjunnar á annan hátt lífið léttara í kringum þennan erfiða atburð. Fyrir marga starfsmenn okkar í Fjöliðjunni skiptir rútína daglegs lífs miklu máli og því mikilvægt að starfsemin geti hafist með eðlilegum hætti sem allra fyrst.
Hjálagðar eru myndir frá vettvangi í dag þegar samningur var undirritaður við Trésmiðjuna í nýjum húsakynnum Fjöliðjunnar.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember