Starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla á Akranesi og frístundastarfi bæjarins eru Skagamenn ársins 2021
Á Þorrablóti Skagamanna sem var haldið með rafrænum hætti í ár, þann 22. janúar, voru starfsmenn Akrasels, Garðasels, Vallarsels, Teigasels, Brekkubæjarskóla, Grundaskóla, Fjölbrautaskóla Vesturlands og Frístundamiðstöðvar Þorpsins valdir Skagamenn ársins 2021. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar kynnti Skagamenn ársins með eftirfarandi erindum sem Heiðrún Jónsdóttir, þjónustufulltrúi á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar orti af þessu tilefni:
Skagamenn ársins 2021
Þegar árar ekki vel
ennþá herjar Covidið,
gæfa er þá góð ég tel
að geta treyst á frábært lið.
Vinna þau af ábyrgð öll,
ekki klikka neitt á því.
Mörgum sinna málum snjöll,
mikilvægum störfum í.
Áskorana fjölda fá
fagleg nota ráðin enn,
um þau líka eru að sjá
uppvaxandi Skagamenn
Öllum þakka margfalt má
merkum hóp í þetta sinn,
Skólastarfsfólk skilið á
Skagamannatitilinn.
Eins og árið 2020 þá mæddi mikið á starfsfólki í leik-, grunn og framhaldsskólum og frístundastarfi bæjarins á árinu 2021. Síbreytilegar sóttvarnarreglur vegna COVID-19 hafa verið mikil áskorun fyrir stjórnendur og starfsfólk skólanna við að sinna kennslu eins vel og hægt er miðað við aðstæður. Staðarnám hefur verið í gangi að mestu leyti á þessu ári með þeim skilyrðum sem hafa verið í gildi hverju sinni. Grímuskylda, fjarlægðarmörk, sóttkví, smitgátt, einangrun hafa verið óþarfalega fyrirferðarmikil í skólastarfinu ásamt því að margir hafa þurft að kljást við loftgæða- og rakavandamál í skólahúsnæði. Þessar aðstæður hafa kallað á útsjónarsemi, skipulag og breytta kennsluhætti til að geta haldið skólastarfinu úti á árinu.
Eftirfarandi starfsfólk tók við viðurkenningunni ásamt blómaskreytingu frá Módel og vatnslitamálverki af viðkomandi stofnun eftir Bjarna Þór Bjarnason:
Fjölbrautaskóli Vesturlands – Arnar Sigurgeirsson
Brekkubæjarskóli – Karítas Gissurardóttir
Grundaskóli – Vilborg Helgadóttir
Akrasel – Kolbrún Hlíf Guðmundsdóttir
Garðasel – Sonja Sveinsdóttir
Teigasel – Sigríður Ása Bjarnadóttir
Vallarsel – Hrefna Ingólfsdóttir
Frístundamiðstöð Þorpið – Ársæll Hrafn Erlingsson
Akraneskaupstaður sendir öllu starfsfólki leik-, grunn- og framhaldsskóla á Akranesi og frístundastarfi bæjarins hamingjuóskir með titillinn Skagamenn ársins 2021.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember