Stór skipulagsverkefni í farvatninu
Af nógu hefur verið að taka í skipulags- og umhverfisráði á árinu 2019 en fjölmörg skipulagsverkefni hafa verið kláruð nú á síðustu misserum.
Atvinnusvæði við Flóahverfi:
Bæjarstjórn Akraness samþykkti tillögu skipulags- og umhverfisráðs í maí síðastliðinn um breytingar á Aðalskipulagi Akraness vegna Flóahverfis. Helstu breytingar voru þær að lóðum á svæðinu er fjölgað, tryggt að lóðir séu beggja vegna gatna til að tryggja fjárhagslega hagkvæmni og meiri fjölbreytni í lóðarstærðum, þ.e. fleiri minni lóðir. Fyrsta fyrirtækið sem hefur uppbyggingu á svæðinu eru Veitur og hefst sú uppbygging fljótlega við Lækjarflóa 1 og 3, en þær lóðir voru sameinaðar í eina. Verið er að vinna útboðsgögn þannig að bundið slitlag verði komið lóðir standa við Nesflóa og Lækjarflóa. Jafnframt er verið að vinna í að skipuleggja gangstíg upp í hverfið. Reiknað er með að sú framkvæmd hefjist árið 2020.
Akraneshöfn:
Bæjarstjórn Akraness samþykkti tillögu skipulags- og umhverfisráðs í maí síðastliðinn um deiliskipulagsbreytingu vegna Akraneshafnar. Breytingin felst m.a. í endurnýjun á eldri bryggju og öldudeyfingu á milli aðalhafnargarðs og bátabryggju. Reiknað er með að höfnin verði lengd um 90 metra þannig að höfnin verði samkeppnishæf að taka á móti stærri skipum.
Aðal- og deiliskipulag Grenjar:
Bæjarstjórn Akraness samþykkti tillögu skipulags- og umhverfisráðs í apríl síðastliðnum um breytingu á aðalskipulag Grenja Hafnarsvæðisins vegna Bakkatúns 30-32. Breytingin fólst í nánari skilgreiningu á þeirri starfsemi sem heimiluð er á hafnarsvæði H3. Í þáverandi skipulagsákvæði sagði „Uppbygging skv. deiliskipulagi“ og í núverandi ákvæði segir „Á svæðinu er gert ráð fyrir skipasmíði, skipaviðgerðum, hafsækinni starfsemi, iðnaðarframleiðslu og þjónustu við sjávarútveg, fiskiðnað og annan matvælaiðnað". Samhliða framangreindu samþykkti bæjarstjórn einnig breytingu á deiliskipulagi Grenja en þær breytingar fólust fyrst og fremst í því að skilgreina nýjan byggingarreit fyrir viðbyggingu til suðvesturs frá núverandi byggingu við Bakkatún 30-32.
Deiliskipulagi við Kirkjubraut 39:
Skipulags- og umhverfisráð fjallaði á fundi sínum þann 27. maí síðastliðinn um breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits vegna Kirkjubrautar 39. Breytingin felst í að byggja upp verslun/hótel á lóðinni. Nýtingarhlutfall er aukið úr 0,4-0,6 í 1,56 og að byggt verði allt að fjögurra hæða hús í götulínu. Bæjarráð samþykkti tillögu skipulags- og umhverfisráðs í byrjun júní síðastliðnum en gert er ráð fyrir að hægt sé að byggja á svæðinu allt að 55 herbergja hótel.
Deiliskipulag við Æðarodda:
Bæjarráð samþykkti í umboði bæjarstjórnar í sumar breytingu á deiliskipulagi við Æðarodda. Felst breytingin m.a. í að afmörkuð er lóð fyrir reiðskemmu, norðan aðkomuleiðar að hverfinu og vegi syðst á skipulagssvæðinu er breytt til samræmis við núverandi legu. Byggingarreitur var jafnframt færður frá reiðleið um 2 m. frá auglýstu skipulagi. Heimild er samkvæmt skipulagi að byggja 1.200 fermetra reiðhöll.
Síðan hafa verið fjölmargar grenndarkynningar þar sem afgreiddar hafa verið minniháttar breytingar á viðkomandi skipulögum. Af öðrum skipulagsverkefnum þá er vinna í gangi við endurskoðun Aðalskipulags Akraness til ársins 2030. Sú vinna hefur tafist aðeins m.a. vegna annarra skipulagsmála sem verið hafa í forgangi.
Þá er jafnframt verið að klára lokagögn til auglýsingar varðandi skipulög í Skógarhverfi. Skipulagðar verða ríflega 100 íbúðir í fjölbýlishúsum við Þjóðbrautina á móts við Smiðjuvelli. Til viðbótar verður gerð breyting á stofnanalóð í Skógarhverfi þar sem reiknað er með að verði leikskóli og grunnskóli. Til viðbótar er verið að skoða svæði undir frekari íbúðabyggð.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember