Styrkir til fegrunar húsa
Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt að stofna sjóð til styrktar einstaklingum og fyrirtækjum til viðhalds á fasteignum á Akranesi. Hlutverk sjóðsins er að veita styrk til endurgerða eða viðgerða á ytra byrði húsnæðis eða öðrum mannvirkjum til að bæta ásýnd ákveðinna svæða í umdæmi Akraneskaupstaðar. Settar hafa verið 15 milljónir króna í sjóðinn fyrir árið 2015. Í reglunum kemur fram að skipulags- og umhverfisráð skuli auglýsa opinberlega eftir styrkumsóknum eigi síðar en 1. mars ár hvert. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir að auglýsing um styrkveitingu muni þó ekki nást fyrir þessa dagsetningu þetta árið þar sem skipulags- og umhverfisráð muni taka endanlega ákvörðun á næsta fundi ráðsins til hvaða húseigna (svæða) styrkir sjóðsins skulu ná. Stefnt er að því að birta auglýsingu eftir umsóknum helgina 7. og 8. mars næstkomandi. Hámarksstyrkur getur numið allt að helmingi sannanlegs kostnaðar hverrar framkvæmdar og styrkur skal að jafnaði ekki greiddur út nema lokið hafi verið við framkvæmdir sem nemur a.m.k. tveimur þriðja hluta þeirra framkvæmda sem styrkbeiðnin er um.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember