Styrkur frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins
Snemma árs 2018 sótti Akraneskaupstaður um styrk til Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til uppsetningar á opnu háhraða þráðlausu neti víðsvegar um Akranes. Undir lok þess árs var kunngjört að kaupstaðurinn hlyti 15.000 evra styrk til verkefnisins. Nú í ár hefur verið komið upp sendum við vinsælustu ferðamannastaði kaupstaðarins og íþróttahúsin tvö. Íbúar og gestir geta því nýtt sér ókeypis háhraða þráðlaust net á þeim stöðum og ber netið heitið wifi4eu.
Akraneskaupstaður er með fyrstu sveitarfélögum á Íslandi til að setja upp slíkt net en Reykjavíkurborg og Sveitarfélagið Skagafjörður hlutu styrk til samskonar verkefna á sama tíma. Það er von bæjarins að netið nýtist bæjarbúum sem og gestum bæjarins með sem bestum hætti.
Nánari upplýsingar um WiFi4EU verkefnið má nálgast hér (á ensku).
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember