Fara í efni  

Styttist í opnun á nýju fimleikahúsi á Akranesi

Mynd af fimleikahúsinu sem blaðamaður Skagafrétta tók
Mynd af fimleikahúsinu sem blaðamaður Skagafrétta tók

Þau gleðitíðindi berast af framkvæmdasvæði nýs fimleikahúss að það styttist í opnun en stefnt er að því að hægt verði að hefja starfsemi í húsinu í byrjun júní nk. Framkvæmdir við verkið hófust í ágúst 2018 en áætlað var að verkinu myndi ljúka í lok árs 2019.

Fimleikahúsið er staðsett við hlið íþróttahússins á Vesturgötunni og tengist eldri byggingu. Nýja húsið er um 1640 maf stærð og í salnum er steypt áhorfendastúka og gryfja. Undir áhorfendastúkunni er rými en þar hafa verið gerðar sturtur fyrir búningsklefana í íþróttahúsinu. Búningsklefarnir í eldri byggingunni hafa verið endurnýjaðir sem og anddyri. Einnig verður unnið að endurnýjun á „Þekjunni" þar sem frístund Brekkubæjarskóla hefur verið starfandi.

Fyrirtækið Spennt ehf. sé um byggingu fimleikahússins á Akranesi. Alls bárust fimm tilboð í verkið og var Spennt ehf. lægstbjóðandi með samtals 607 m.kr.

Nýja fimleikahúsið mun gjörbylta starfsemi Fimleikafélagi Akraness en félagið er með rúmlega fjögur hundruð iðkendur en starfsemi félagsins hefur verið síðustu ár á tveimur stöðum, annarsvegar í íþróttahúsinu á Vesturgötu og í ÞÞÞ húsinu á Dalbraut. Einnig hefur félagið sótt æfingar á höfuðborgarsvæðið einu sinni í viku með elstu hópana þar sem aðstaða félagsins býður ekki upp á að gera flókin stökk.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00