Sumardagurinn fyrsti á Akranesi
Fimmtudaginn 23. apríl n.k. er haldið upp á sumardaginn fyrsta á Akranesi með margvíslegum hætti. Akranesviti er opinn frá kl. 13-16 og er tónlistarfólk sérstaklega hvatt til þess að koma og prófa hljómburðinn. Safnasvæðið Görðum er einnig opið frá kl. 13-17 en um þessar mundir er myndlistarsýningin Flæði í Guðnýjarstofu. Hið árlega sumarkaffi í Leikskólanum Garðaseli er frá kl. 14-16 en það er fjáröflun foreldrafélagsins og rennur allur ágóði af kaffisölunni til góðra og skemmtilegra verka með börnunum í Garðaseli, verð er kr. 500 og er frítt fyrir börn yngri en 6. ára.
Listamiðstöð Akraness, Samsteypan, opnar formlega þennan dag að Mánabraut 20 en þar munu vinnustofur níu einstaklinga standa opnar frá kl. 13-15. Íþróttamiðstöðin að Jaðarsbökkum er síðan opin frá kl. 9-18. Eins og vanalega er frítt í sund fyrir 16 ára og yngri. Kaffihúsakvöld Kórs Akraneskirkju er 22. og 23. apríl kl. 20.00 og eru sérstakir gestir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Thorlacius söngkona, aðgangseyrir er kr. 2500. Í Tónbergi heldur Karlakór Rangæinga tónleika kl. 20.30, fjölbreytt söngdagskrá, miðaverð kr. 2500 fyrir fullorðna en frítt fyrri börn og unglinga að 16. ára aldri. Í Bíóhöllinni kl. 16 er sýningin Grease og er miðasala í Eymundsson á Akranesi og á Midi.is.
Hin árlega skrúðganga hefst kl. 10.30 frá Skátahúsinu við Háholt og gengið verður niður að Akraneskirkju. Þá hefst skátamessan kl. 11 þar sem skátar aðstoða við helgihaldið og Svanakórinn syngur.
Ábendingar um fleiri viðburði á Akranesi mega sendast hér.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember