Sumaropnun í Akranesvita
Þann 1. júní hófst sumaropnum í Akranesvita og verður hann opinn alla daga frá kl. 10.00 -16.00 til 31. ágúst. Hilmar Sigvaldason „vitavörður“ stendur flestar vaktir á meðan á opnunartíma stendur. Á fyrsta degi var mikið líf og fjör. Um morguninn komu tvær rútur annars vegar frá Kópavogi og hins vegar frá Hvanneyri. KrakkaRÚV kom einnig í heimsókn og voru þar á ferð ungir Skagamenn að kynna Akranes og áhugaverða staði hér í bæ.
Full dagskrá er í vitanum í sumar. Nemendur Tónlistarskólans á Akranesi verða með tónleika alla virka daga kl. 13.30, einnig opnar Jónína Guðnadóttir listasýningu þar á Írskum dögum.
Gaman er segja frá því að Hilmar afhenti nýlega Héraðsskjalasafni Akraness tuttugu gestabækur sem gestir Akranesvita hafa ritað nöfn sín í frá árinu 2012. Ætla má að tæplega 25 þúsund manns hafi komið í Akranesvita á þessum tíma.
Nánari upplýsingar um Akranesvita má finna hér á facebooksíðu vitans.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember