Sundabraut - Kynningarfundur í Tónbergi 11. október
Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg, vinnur að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta, dreifa umferð og bæta tengingar við og innan höfuðborgarsvæðisins, stytta akstursleiðir og ferðatíma og minnka þannig útblástur og mengun. Áætlaður framkvæmdatími er 2026-2031. Framkvæmdin verður boðin út sem samvinnuverkefni.
Kynningarfundur um framkvæmdina verður haldinn í Tónbergi, tónleikasal Tónlistarskólans á Akranesi, miðvikudaginn 11. október kl. 19:30.
Á fundinum munu fulltrúar Vegagerðarinnar og verkfræðistofunnar EFLU kynna fyrirhugaða framkvæmd ásamt áherslum í komandi umhverfismati. Til skoðunar eru valkostir á legu Sundabrautar auk tenginga við byggð og atvinnustarfsemi.
Frekari upplýsingar er að finna á skipulagsgatt.is.
Opið er fyrir umsagnir og athugasemdir til 19. október 2023.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember