Svala ráðin sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 7. júlí síðastliðinn að bjóða Svölu Hreinsdóttur starfandi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs tilfærslu í starf sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs Akraneskaupstaðar. Er tilfærslan gerð með tilvísun í hæfisreglur stjórnsýslunnar nr. 37/1993 en eiginmaður Svölu, Sigurður Arnar Sigurðsson var ráðinn skólastjóri Grundaskóla í vor og tekur við starfinu 1. ágúst. Þar sem staða skólastjóra heyrir undir sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs og Grundaskóli fjölmennasta stofnunin á sviði skólamála hjá Akraneskaupstað taldi bæjarráð farsælast að gera fyrrnefndar breytingar. Staða sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs verður auglýst laus til umsóknar. Heimilt er að bjóða opinberum starfsmönnum tilfærslu í störfum samkvæmt 2. mgr. 7. gr. laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr.70/1996.
Svala Hreinsdóttir hefur verið starfandi sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs frá 1. maí 2015 þegar Helga Gunnarsdóttir fór í veikindaleyfi. Fyrir liggur að Helga mun ekki snúa tilbaka í stöðu sviðsstjóra af heilsufarsástæðum.
Svala er með BA í uppeldis- og menntunarfræðum og starfsréttindi í félagsráðgjöf. Hún er jafnframt með diplóma í opinberri stjórnsýslu og öldrunarfræðum frá Háskóla Íslands. Svala hefur starfað hjá Akraneskaupstað síðastliðin 10 ár. Hún var verkefnisstjóri frá árinu 2006 til ársloka 2013, deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu frá 1. janúar 2014 og staðgengill framkvæmdastjóra á fjölskyldusviði og síðar staðgengill sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs frá gildistöku stjórnskipulagsbreytinga hjá Akraneskaupstað haustið 2014.
Áður en Svala kom til starfa hjá Akraneskaupstað starfaði hún sem félagsráðgjafi hjá svæðisskrifstofu fatlaðra á Vesturlandi eða frá 1998 til 2006. Svala hefur stýrt fjölmörgum stefnumótunarverkefnum, meðal annars í málefnum aldraðra og á skóla- og frístundasviði. Þá hefur hún annast ýmis sérverkefni á fjölskyldusviði og skóla- og frístundasviði. Undir velferðar- og mannréttindasvið heyrir meðal annars félagsleg ráðgjöf, öldrunarmál, búsetumál fatlaðra og barnavernd.
Svala tekur við starfinu þann 15. september af Jóni Hróa Finnssyni núverandi sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs sem flyst norður til Akureyrar og tekur við stöðu forstöðumanns búsetudeildar Akureyrarbæjar.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember