Sveiflur í útsvarstekjum
Töluverðar sveiflur eru í útsvarstekjum Akraneskaupstaðar á milli mánaða en í júlí síðastliðnum hækkuðu útsvarstekjur á Akranesi meira en sem nam landsmeðaltali. Samband íslenskra sveitarfélaga tekur saman mánaðarlegt yfirlit yfir þróun útsvarstekna í sveitarfélögum á Íslandi. Þá eru bornir saman einstaka mánuðir og hver hækkunin er á milli ára. Hækkun útsvarstekna á Akranesi hefur verið undir landsmeðaltali fyrstu sex mánuði ársins en í júlí síðastliðnum var meiri hækkun á Akranesi í fyrsta sinn á árinu eða 6,58 % á milli ára en 6,19 % á landinu öllu.
Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra eru miklar sveiflur í útsvarstekjunum. Þær voru lægstar í febrúar eða tæplega 203 milljónir króna og hæstar í júní eða rúmar 271 milljón króna. Regína segir bagalegt að fá ekki sundurliðun eða betri upplýsingar frá Fjársýslu ríkisins en allt útsvar rennur þangað í dag. ,,Hér áður fyrr var útsvarið greitt beint til sveitarfélagsins og þá var hægt að sjá þróun tekna í einstaka atvinnugreinum".
Á myndinni sem fylgir með má sjá þróun útsvarstekna á landinu öllu og á Akranesi. Gert var ráð fyrir 5,4 prósenta hækkun á milli áranna 2014 og 2015 í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar en miðað við fyrstu sjö mánuði ársins er hækkunin tæplega 6 prósent.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember