Fjallkona Akraness 2023 er Patrycja Szalkowicz.
Hátíðahöld í tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga fóru fram á Akranesi í dag.
Fjallkona Akurnesinga í ár er Patrycja Szalkowicz. Hún fæddist 8. október 1972 í Katowice í Póllandi og bjó þar til tvítugs. Þá flutti Patrycja til Krakow og hóf nám við Tónlistarakademíuna í Krakow. Að námi loknu spilaði hún með sinfóníuhljómsveitum og kenndi á þverflautu þar í landi. Það var árið 2002 sem Patrycja flutti á Akranes. Hún hefur síðan þá kennt fjöldanum öllum af bæjarbúum á þverflautu við Tónlistarskólann á Akranesi samhliða því að starfa á dvalarheimilinu Höfða á sumrin. Patrycja er metnaðarfullur kennari sem hefur skilað af sér frábæru tónlistarfólki. Hún er ávallt boðin og búin að mæta með nemendur sína og spila á hinum ýmsu viðburðum og veita þeim þannig tækifæri og reynslu um leið og bæjarbúar fá að njóta tónlistarinnar. Framlag Patrycju til samfélagsins sem tónlistarkona og kennari hefur verið kærkomin viðbót við menningarflóruna og tónlistarsenuna í bænum og fyrir það erum við afar þakklát.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember