Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur á Akranesi
Hátíðarhöldin á 17. júní fóru fram í dag með hefðbundnu sniði. Þjóðlegur hátíðarmorgunn var á safnasvæðinu. Boðið var uppá ratleik fyrir börnin ásamt því að félagar í Hestamannafélagi Dreyra teymdu undir börnum. Fimleikafélag Akraness bauð þá einnig uppá vöfflur, blöðrur og annan varning til sölu á safnasvæðinu.
Hátíðarguðþjónusta var haldin í Akraneskirkju þar sem nýstúdentinn Védís Agla Reynisdóttir flutti ræðu. Skrúðganga lagði af stað frá Tónlistarskóla Akraness undir dynjandi takti trommusveitar og lúðrasveitar. Gengið var að Akratorgi þar sem hátíðardagskrá fór fram. Skátafélag Akraness sá þá um fánahyllingu í upphafi hátíðarhalda en þá tók Sandra Margrét Sigurjónsdóttir fráfarandi bæjarfulltrúi við og flutti hátíðarræðu. Þóra Björg Sigurðardóttir var fjallkona Akurnesinga í ár og flutti hún ljóðið Júnímorgunn eftir Tómas Guðmundsson. Bæjarlistarmaður Akraness var heiðraður en í ár hlaut Hallgrímur Ólafsson eða „Halli Melló“ þann titil. Kór Akraneskirkju söng þjóðsönginn undir stjórn Hilmars Arnar en einnig sungu nemendur í Brekkubæjarskóla, þær Aðalheiður Ísold, Maja, Viktoría og Hrafnkatla fyrir gesti. Benedikt búálfur, Dídí mannabarn og Ronja Ræningjadóttir kíktu í heimsókn ásamt því að Svavar Knútur og Svala Björgvinsdóttir stigu á stokk.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember