Þrjú tré gróðursett í Vigdísarlundi
Í dag þann 29. júní eru liðin 35 ár frá því Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna til að verða þjóðkjörin forseti. Af því tilefni voru tré gróðursett víða um land um síðustu helgi og hér á Akranesi voru þrjú birkitré gróðursett í Vigdísarlundi en lundurinn var skírður eftir Vigdísi sem kom í heimsókn á Akranes árið 1992 og gróðursetti tré í lundinum.
Skógrækt var Vigdísi afar hugleikin og snemma í forsetatíð sinni tók hún upp þann sið að gróðursetja þrjú tré á þeim stöðum sem hún heimsótti. Eitt tré fyrir stúlkur, eitt fyrir drengi og eitt fyrir komandi kynslóðir. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri ávarpaði gesti og kynnti þau Ragnheiði Hrönn Þórðardóttur og Sindra Frey Daníelsson grunnskólanemendur og Þóru Björg Kristinsdóttur heiðursfélaga Skógræktarfélags Íslands og félaga í Skógræktarfélagi Akraness sem gróðursettu trén. Að athöfn lokinni var sungið lagið ,,Vertu til er vorið kallar á þig". Það var Skógræktarfélag Akraness og Akraneskaupstaður sem stóðu sameiginlega að athöfninni.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember