Uppfært - Tilkynning frá Vegagerðinni - framkvæmdir við Akrafjallsveg
Uppfært 24.07.2018
Vegna veðurs hafa orðið tafir á fyrirhuguðum malbikunarframkvæmdum á Akrafjallsvegi.
Til stóð að malbikunarframkvæmdum á Akrafjallsvegi myndi ljúka á miðnætti þriðjudagsnóttirna 24.-25. júlí en ljóst er að þær tefjist og komi þær til með að standa yfir til kl. 19.00, miðvikudaginn 25. júlí.
Svæðið sem um ræðir afmarkast af Kúludalsá annars vegar og Grundartanga hins vegar, sjá nánar í upplýsingum um lokun neðst í frétt.
Minnum á að öllum forgangsakstri er hleypt í gegn en önnur umferð fer um hjáleið norðan við Akrafjall.
Í dag, þriðjudaginn 17. júlí 2018, stefnir Vegagerðin að því að malbika 3,7 km langan kafla á Akrafjallsvegi sem hluta af reglulegu viðhaldi vega. Veginum verður lokað í báðar áttir og allri umferð beint norðan við Akrafjall og í gegnum Akranes, öllum forgangsakstri verður þó hleypt í gegnum vinnusvæðið. Allar viðeigandi hjáleiðir og merkingar verða settar upp á meðan á framkvæmdum stendur skv. meðfylgjandi lokunarplani 8.0.21. (Sjá hlekk neðst í tilkynningu)
Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir á milli kl. 19.00 til kl. 07.00.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng, menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.
Þökkum veitta tillitssemi,
Vegagerðin.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember