Tillaga að breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna Vallholts 5
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 Vallholt 5
Bæjarstjórn Akraness auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að í stað íbúða í tveggja hæða fjölbýlishúsi sem þjónað gætu nemendum Fjölbrautarskóla Vesturlands má byggja fjölbýlishús á tveimur hæðum fyrir almennan markað. Nýtingarhlutfall lóðar minnkar úr 1,0 og verður eftir breytingu 0,75. Engin breyting er gerð á uppdrætti. Samhliða er auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar.
Breytingartillagan verður til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18 frá og með 20. janúar til og með 6. mars 2017. Tillagan er einnig til kynningar á heimasíðu Akraneskaupstaðar, sjá hér.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til 6. mars 2017. Skila þarf skriflegum athugasemdum í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, eða á netfangið skipulag@akranes.is.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ægisbrautar Vallholt 5
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ægisbrautar vegna Vallholts 5, samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin nær eingöngu til lóðar nr. 5 við Vallholt og felur í sér að heimilt verði að byggja tveggja hæða íbúðarhús með allt að 12 íbúðum, hæð byggingar allt að 7m, hámarks nýtingarhlutfall er 0,75. Samhliða er auglýst til kynningar tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna sömu lóðar.
Breytingartillagan verður til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18 frá og með 20. janúar til og með 6. mars 2017. Tillagan er einnig til kynningar á heimasíðu Akraneskaupstaðar, sjá hér. Jafnframt má nálgast skuggavarp skipulagsins hér.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 6. mars 2017. Athugasemdum á að skila í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18 eða á netfangið skipulag@akranes.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember