Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna Sementsreits
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 - Sementsreitur
Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi 25. apríl 2017 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, skv. 1. mgr. 31. gr. sbr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Fyrirhuguð skipulagsbreyting nær til iðnaðarsvæðis I1 Sementsreitar og hluta hafnarsvæðis. Gert er ráð fyrir að landnotkun svæðisins breytist úr iðnaðarsvæði í íbúðar- og miðsvæði. Deiliskipulag Sementsreits er auglýst samhliða.
Tillaga að deiliskipulagi Sementsreits
Bæjarstjórn Akraness samþykkti 25. apríl 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Sementsreits skv. 41. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Skipulagið markast af Suðurgötu í norðvestur, Jaðarsbraut í norður og strandlengjunni í suður, til viðbótar er Faxabryggja, fylling og bryggja við Faxabraut 10. Deiliskipulagstillagan felur m.a. í sér að skilgreina lóðir á svæðinu fyrir íbúðir, verslun og þjónustu. Í skipulagstillögunni er gert ráð fyrir að fjarlægja mannvirki sem tilheyrðu sementsframleiðslu. Breyting á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 vegna Sementsreits er auglýst samhliða.
Tillögurnar verða til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi og hér á heimasíðu Akraneskaupstaðar til og með 8. ágúst 2017. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar þarf að skila skriflega eigi síðar en 8. ágúst í þjónustuver Akraneskaupstaðar eða á netfangið skipulag@akranes.is
Hér má nálgast helstu fylgiskjöl:
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember