Tillaga um gerð umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar samþykkt í bæjarstjórn Akraness
Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 13. nóvember síðastliðinn var svohljóðandi tillaga um gerð umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar samþykkt:
„Bæjarstjórn Akraness felur skipulags- og umhverfisráði að vinna drög að umhverfisstefnu fyrir Akraneskaupstað sem lögð verði fyrir bæjarstjórn Akraness eigi síðar en í apríl 2019. Umhverfisstefnunni fylgi aðgerðaráætlun um hvernig Akraneskaupstaður hyggst mæta fyrirliggjandi áskorunum til sveitarfélaga á Íslandi um aðgerðir í umhverfismálum s.s. loftslagsmálum og aðgerðum til að draga úr plastnotkun.
Stærstur hluti sveitarfélaga á Íslandi hefur ekki sett sér umhverfisstefnu þrátt fyrir að umhverfismál og þá sérstaklega loftslagsmál verði að líkindum eitt stærsta verkefni núverandi og komandi kynslóða á Íslandi og í heiminum öllum. Akraneskaupstaður hefur átt aðild að margs konar umhverfisverkefnum en umhverfis- og velferðarmál eru auk þess á ýmsan hátt þættuð saman við aðalskipulag kaupstaðarins. Hins vegar hefur ekki hefur verið mótuð heildstæð stefna í umhverfismálum fyrir Akraneskaupstað og er mikilvægt að þar verði bætt úr ekki síst til að auka áherslu á umhverfismál og til að mæta kröfum og áskorunum framtíðarinnar.
Ríkisstjórn Íslands hefur sett fram aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem þjónar þeim tvíþætta tilgangi, að staðið verði við skuldbindingar Íslands vegna Parísarsamkomulagsins árið 2030 og að markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi þjóðarinnar verði náð árið 2040. Megináhersla er lögð á bæði kolefnisbindingu og orkuskipti í samgöngum og eru endurheimt votlendis, skógrækt, almenningssamgöngur og úrgangsmál dæmi um málaflokka sem munu koma til kasta sveitarstjórna um land allt og sveitarfélög munu gegna veigamiklu hlutverki við framkvæmt þessara alþjóðlegu samninga hér á landi.
Samráðshópur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum sem Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði í sumar hefur skilað tillögum um, hvernig draga má úr plastnotkun hér á landi, hvernig bæta megi endurvinnslu plasts og hvernig taka eigi á plastmengun í hafi. Hluti þessara tillagna snýr að sveitarfélögum á Íslandi og skal efni skýrslunnar haft til hliðsjónar við gerð umhverfisstefnu fyrir Akraneskaupstað.
Áætlaður kostnaður við gerð umhverfisstefnu rúmast innan fjárheimilda skipulags- og umhverfisráðs. Gert er ráð fyrir að skipulags- og umhverfisráð geri kostnaðarmat á innleiðingu umhverfisstefnunnar og gert verði ráð fyrir kostnaði vegna innleiðingar í fjárhagsáætlanagerð á árunum 2020-2022.“
Undirrituð tillaga er aðgengileg hér.
Fundargerð bæjarstjórnar er aðgengileg hér.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember