Tillögur um framtíðarvarðveislu heimilda og sögu Kútters Sigurfara
Á fundi bæjarráðs Akraness þann 15. október var samþykkt að fela bæjarstjóra að senda erindi til Minjastofnunar Íslands þar sem óskað verður heimildar til að nýta áður veittan 5 milljóna króna styrk frá forsætisráðuneytinu í fyrsta áfanga verkefnisins til uppmælingar, rannsókna og varðveislu heimilda um Kútter Sigurfara.
Verkefnið byggir á tillögum þjóðminjavarðar um framtíðarvarðveislu heimilda og þekkingar um skipið, miðlun þekkingarinnar og gerð minnisvarða. Þjóðminjasafnið og Akraneskaupstaður stóðu að úttekt á varðveislugildi skipsins á þessu ári og kom í ljós að möstur, reiði og bómi eru í hvað bestu standi en aðrir hlutar skipsins hafa varðveist illa.
Í tillögunum er lagt til að skipið verði mælt nákvæmlega, tekið í sundur samhliða skráningu á efnivið skipsins, upplýsingum og þekkingu á smíði þess, sögu og varðveislugildi. Í þessum fyrsta áfanga verði verkefnið skipulagt og komið á samskiptum við þá aðila á Íslandi og erlendis sem tengjast minjavörslu. Stefnt verði að gerð sýningar og útgáfu bókar um sögu skipsins. Einnig aðilum á sviði lista og hönnunar með það að markmiði að búa til minnisvarða úr heillegum hlutum skipsins.
Áhersla Byggðasafnsins í Görðum verði á að varðveita þá smábáta sem skráðir eru í safnkost þess, og hafa verið skráðir til sjós á Akranesi og er stefnt á að ljúka byggingu bátaskýlis á safninu sumarið 2016 í því skyni. Fleiri breytingar eru í farvatninu á safninu en það verður lokað í vetur vegna endurgerðar sýninga. Menningar- og safnamál hafa verið í gagngerri skoðun hjá Akraneskaupstað og um þessar mundir er verið að auglýsa nýja stöðu forstöðumanns í málaflokknum.
Bréf Margrétar Hallgrímsdóttur þjóðminjavarðar til Akraneskaupstaðar, dags. 13.09.2015.
Bréf Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra til Minjastofnunar, dags. 20.10.2015.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember