Tómstundaframlag hækkað um 3.5% og 5 ára börn fá nú styrk.
Bæjarráð samþykkti nýverið tillögu skóla- og frístundaráðs Akraneskaupstaðar um hækkun tómstundaframlags um 3.5% og breytingar á úthlutun styrkja. Árið 2025 munu 5-17 ára börn eiga rétt á tómstundaframlagi. Byggir sú ákvörðun á gögnum um nýtingu tómstundaframlags Akraneskaupstaðar s.l. tveggja ára þar sem meðal nýtingarhlutfall var um 77%. Lægsta nýtingarhlutfall tómstundastyrkja hefur verið hjá 18 ára en rúmlega 80% 5 ára barna á Akranesi eru skráðir iðkendur hjá ÍA. Breytingar á fyrirkomulagi tómstundaframlagsins eru erftirfarandi:
Tómstundaframlag fyrir 5-17 ára 2025
5 ára börn fá nú að nýta sér hálfan styrk, 6-17 ára fá áfram fullan styrk. Áfram tekur styrkupphæð mið af fjölda barna á heimili.
Styrkupphæðir eru eftirfarandi:
Eitt Barn: 38.761 krónur
Tvö börn: 43.606 krónur
Þrjú börn eða fleiri: 49.258 krónur
2025 mun 18 ára ungmennum standa til boða árskort í þrek- og sund í íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar þeim að kotnaðarlausu.
Vonast er til þess að fyrirkomulagið verði til hagsbóta fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Eru foreldrar og forráðamenn hvattir til þess að nýta styrkina og kynna börnum sínum fyrir því frábæra íþrótta- og tómstundastarfi sem í boði er á Akranesi.
Frekari upplýsingar má nálgast hér:
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember