Tónlistarupptaka í Akranesvita
Akranesviti verður lokaður að hluta til í dag vegna upptöku tónlistar innan vitans. Hópur frá Bandaríkjunum undir heitinu „Apartment sessions" kemur þar saman til að flytja og taka upp tónlist frá öllum heimshornum. Hópurinn samanstendur af 40 einstaklingum sem eru nú öll komin til Íslands í þeim tilgangi að taka hér upp tónlist í hinum ýmsum aðstæðum, að mestu leiti úti við, til dæmis við fossinn í Faxa, í kirkju Skagastrandar, inn í Surtshelli og í Akranesvita. Utandyra upptökurnar eru rafvæddar með notkun bílarafgeymis og sólarsellum og hefur verkefnið því verið einstaklega krefjandi og þar af leiðandi ótrúlega spennandi.
Hópurinn mun koma við í Akranesvita í dag, fimmtudaginn 4. október og taka þar upp þrjú lög ásamt því að flytja nokkur lög fyrir gesti og gangandi. Í hópnum er að finna hljóðfæraleikara sem spila á allt frá þríhorni til kontrabassa og allt þar á milli. Fyrir hópnum gengur Skagakonan Inga María Hjartardóttir sem gekk í sama skóla og hluti hópsins og tók hún að sér að leiða tónleikaferðalagið, sem hefur gengið vonum framar hingað til. ″Hópurinn hlakkar mikið til að taka lagið í vitanum og vonar að sem flestir sjái sér fært um að mæta og fylgjast með ferlinu. Í kvöld verður hópurinn með tónleika á skemmtistaðnum Húrra í Reykjavík og hvetja þau Skagamenn eindregið til að gera sér ferð þangað, þar sem öll lög ferðalagsins verða flutt." er haft eftir Ingu Maríu.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember