Tvískiptur sorphirðubíll – umhverfisvænni leið
Gámaþjónusta Vesturlands ehf. tók við sorphirðu á Akranesi og sorpmóttökustöð Gámu á Höfðaseli þann 1.september síðastliðinn. Að sögn Lilju Þorsteinsdóttur rekstrarstjóra Gámaþjónustu Vesturlands ehf. hefur gengið mjög vel að sinna þjónustunni. „Við erum svo heppin að hafa á að skipa frábæran hóp af starfsfólki og okkur hefur verið tekið mjög vel af íbúum Akraness. Fólk er ánægt með bætta þjónustu en við hirðum endurvinnanlegt efni á tveggja vikna fresti í stað mánaðarlega eins og áður var. Við höfum fengið nokkrar fyrirspurnir um hvort verið sé að blanda endurvinnslu og almennum úrgangi saman í bílinn hjá okkur en það er misskilningur sem okkur er mikið í mun að leiðrétta. Þjónustunni er sinnt á tvískiptum bíl sem þýðir að viðkomu á hvern stað fækkar þar sem báðar tunnurnar eru teknar í einu, í sitthvort hólfið en það þýðir að sjálfsögðu umhverfisvænan ávinning í minnkun á útblæstri og hagkvæmni í söfnun."
Allt endurvinnsluefni er sent suður í móttökustöð Gámaþjónustunnar hf. í Berghellu þar sem það er flokkað í sundur eftir tegundum og flutt til endurvinnslu erlendis. Íbúar á Akranesi eru eindregnir hvattir til að halda áfram vera duglegir að flokka og er stefnt að því að birta magntölur hér á vef Akraneskaupstaðar svo fólk geti fylgst með þróuninni, bæði hvað varðar sorpmagn í Gámu og eins sorphirðu frá íbúum. Það virðist töluverð aukning vera á sorpmagni en það hefur verið í nógu að snúast í Gámu undanfarnar vikur. Fólk er minnt á að hafa með sér klippikortið þegar það á leið í Gámu og er hér um leið vakin athygli á breyttum opnunartíma Gámu en nú er opið frá kl. 10:00-18:00 alla virka daga og frá kl. 10:00-14:00 á laugardögum.
Næstu skref hjá Gámaþjónustunni er að gefa út kynningarbækling fyrir áramót og jafnvel væri gagnlegt að halda íbúafund þar sem fólk gæti komið með fyrirspurnir og komið sínum áherslum á framfæri varðandi framtíðarsýn í sorpmálum.
Hér á vef Akraneskaupstaðar er að finna helstu upplýsingar um sorphirðu á Akranesi og verður upplýsingum jafn og þétt bætt þarna við. Gagnlegt er líka fyrir íbúa að fylgja Gámaþjónustu Vesturlands á facebook, sjá hér.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember