Úlfur, úlfur - Stórskemmtileg leiksýning nemenda Grundaskóla á Akranesi.
Nemendur í 10. bekkjum Grundaskóla á Akranesi frumsýndu á dögunum söngleikinn Úlfur, úlfur. Verkið er samið af Einari Viðarssyni, Flosa Einarssyni og Gunnari Sturlu Hervarssyni. Sönleikurinn var síðast sýndur árið 2015 í Bíóhöllinni.
Undanfarin fjögur ár hefur verkefnið verið lokaverkefni í höndum 10. bekkjar og í ár er það árgangur 2008 sem tók við keflinu. Nemendurnir létu ljós sitt aldeilis skína í hinum ýmsu hlutverkum á sviði og utan þess.
Söngleikurinn Úlfur, úlfur gerist á bókasafni þar sem ævintýrapersónur bókanna lifa og hrærast. Í söngleiknum hittum við fyrir gamalkunnar ævintýrapersónur sem hafa áhyggjur af tilveru sinni vegna minnkandi lestraráhuga í samfélaginu. Sagan hefur að geyma margar skemmtilegar og litríkar persónur, hraða atburðarás, kraftmikla tónlist og dans, sem allt blandast saman í skemmtilegan hrærigraut, lituðum ævintýrablæ.
Uppselt er á næstu sýningar og hafa þau sett á dagskrá aukasýningar dagana 5,7 og 11 febrúar.
Við hvetjum bæjarbúa til að fara og sjá þetta frambærilega unga fólk okkar leika listir sínar um leið og við óskum Grundaskóla, þeim nemendum, kennurum, foreldrum og öðru fólki sem kom að því að framkvæma verkið innilega til hamingju með vel lukkaðan söngleik og faglega umgjörð.
Á vef Grundaskóla má einnig finna skemmtilegar fréttir frá undirbúningnum.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember