Fara í efni  

Umhverfisviðurkenningar 2021

Umhverfisviðurkenningar Akraneskaupstaðar 2021 voru veittar fimmtudaginn 21. október.

Viðurkenningarnar eru veittar í fjórum flokkum að þessu sinni.

  • Falleg einbýlishúsalóð, Vilborg Helgadóttir og Jón Þór Þorgeirsson Hólmaflöt 8 fyrir vel heppnaða hönnun á lóð með fjölbreyttum gróðri.
  • Falleg fjölbýlishúsalóð, Íbúar á Akralundi 2, fyrir snyrtilega aðkomu að húsinu og góðan frágang á lóð.
  • Tré ársins, ilmreynir á Jörundarholti 133,  Vigdís Elfa Jónsdóttir og Hjálmur Dór Hjálmsson tóku við viðurkenningunni fyrir þetta gróskumikla tré.
  • Vel heppnaðar endurbætur Sigurður Már Jónsson og Sigríður Hallgrímsdóttir Krókatún 8.

    Einnig voru veittar tvær eftirfarandi viðurkenningar.

  • Hvatningarviðurkenning, Viðar Sigurðsson og aðrir eigendur fyrir Deildartún 4 fyrir vel heppnaðar endurbætur á sérstaklega fallegu gömlu húsi.
  • Samfélagsviðurkenning, hana hlaut Helga Oliversdóttir sem á covd tímum fór með kaffibollann sinn út og drakk kaffi ýmist ein eða með öðrum á mismunandi stöðum í bænum og deildi myndum og kveðju á samfélagsmiðlum. Skemmtilegt verkefni sem var bæði hlýlegt og uppörvandi.

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00