Fara í efni  

Umhverfisviðurkenningar 2024 - tilnefningar óskast

Akraneskaupstaður óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2024.

Óskað er eftir tilnefningum í 7 mismunandi flokkum sem eru:

  • Falleg einbýlishúsalóð - þar sem horft er til umhirðu húss og lóðar, hönnunar, notkunarmöguleika og fjölbreytileika í gróðri.
  • Falleg aðkoma – þar sem horft er til samspils milli götu, húss og hönnunar þar sem framhliðar húsa eru andlit heimilisins.
  • Falleg fjölbýlishúsalóð - þar sem horft er til umhirðu húss og lóðar, hönnunar, notkunarmöguleika og fjölbreytileika í gróðri.
  • Tré ársins – þar sem horft er til útlits og menningarlegs gildis einstakra trjáa.
  • Snyrtilegt umhverfi fyrirtækis – eru veitt fyrirtæki sem er til fyrirmyndar hvað snyrtilegt umhverfi varðar.
  • Samfélagsverðlaun - eru veitt hópum eða einstaklingum sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu umhverfisins.
  • Hvatningarverðlaun – eru veitt þeim sem hafa staðið að endurbótum húss/ lóðar og vel tekist til með.

Frestur til að skila inn tilnefningum er 20. ágúst næstkomandi og er það gert með að smella á hnappinn hér að neðan

Tilnefning til umhverfisviðurkenninga


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00