Undirritun samstarfssamnings Afreksíþróttasviðs
Í gærmorgun, þann 14. janúar, skrifuðu FVA, Akraneskaupstaður og ÍA undir formlegan samstarfssamning um Afreksíþróttasviðið FVA. Það voru Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari FVA, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraness og Sigurður Arnar Sigurðsson formaður ÍA sem undirrituðu samning fyrir hönd þessara aðila að viðstöddum nemendum á afreksíþróttasviðinu. Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs flutti að þessu tilefni ávarp um gildi íþrótta fyrir Akranes. Afreksíþróttasvið er fyrir nemendur sem vilja stunda sína íþrótt með álagi afreksmanna samhliða námi.
Það var Fjölbrautaskóli Vesturlands sem átti frumkvæði að stofnun afreksíþróttasviðsins síðastliðið vor. Strax var farið í þetta verkefni af mikilli hugsjón og kappsemi um að koma því á fót með stuttum fyrirvara, þetta var tækifæri sem bæði FVA og ÍA vildu nýta. Það tókst með góðum stuðningi Akraneskaupstaðar með afnotum af íþróttamannvirkjunum, eins leggur ÍSÍ til námsefni er tengist þjálfun íþróttafólks. Fyrstu viðtökur voru mjög góðar, alls voru 46 íþróttanemendur á afreksíþróttasviðinu á haustönninni. Boðið er upp á æfingar í badminton, fimleikum, knattspyrnu, körfubolta, keilu og sundi. Æfingarnar voru undir handleiðslu þjálfara hjá ÍA í viðkomandi íþróttagreinum. Almennt eru æfingar á skólatíma 2x í viku auk þrekþjálfunar og annarrar fræðslu er tengist íþróttaiðkun. Nemendum stendur líka til boða að fara í morgunmat í mötuneyti FVA eftir æfingar. Ljóst er að afreksíþróttasviðið er góð viðbót í íþróttastarfið á Akranesi og miklar vonir bundnar með framtíð þess. Ath. fréttin er uppfærð þann 16. janúar 2016, kl. 14.45. Fellt er út að námsbrautin sé eingöngu fyrir þá sem eru að taka stúdentspróf, enda stendur nemendum af öðrum brautum námið einnig til boða.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember