Undirritun verksamnings um niðurrif mannvirkja á Sementsreit
Verksamningur um niðurrif mannvirkja á Sementsreit var undirritaður í dag þann 5. desember. Tólf tilboð bárust í verkið og var ákveðið að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Work North en tilboð þeirra hljóðaði upp á um það bil 175 m.kr. Verkkaupi er Akraneskaupstaður.
Verkáætlun gengur út á að niðurrif verði í tveimur áföngum frá Suðurgötu/Mánabraut að Faxabraut. Hinsvegar verða mannvirki sem ekki koma til rifa strax skoðuð m.t.t. þess að lágmarka fokhættu. Niðurrif felst í niðurrifi allra mannvirkja á reitnum utan eftirfarandi mannvirkja:
- Sementssílóa við höfnina
- Pökkunarhúsi er tengist sementssílóunum
- Skrifstofuhúsnæði við Mánabraut 20
- Rafmagns og vélaverkstæði
- Sementsstrompur
- Steyptir veggir í sandgryfju
Framkvæmdir munu hefjast á næstu dögum og skal verkinu vera að fullu lokið, eigi síðar en 20. október 2018. Stefnt er að dreifa nánari upplýsingum um framkvæmdina til íbúa á svæðinu er standa næst henni.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember