Undirritun verksamnings vegna framkvæmda á Vesturgötu
Verksamningur vegna endurbyggingar Vesturgötu milli Stillholts og Merkigerðis var undirritaður þann 21. mars síðastliðinn. Fjögur tilboð bárust í verkið og var ákveðið að ganga til samninga við lægstbjóðanda Skófluna hf. en tilboð þeirra hljóðaði upp á um það bil 190 m.kr. Verkkaupar eru Akraneskaupstaður, Veitur og Míla og er hlutur Akraneskaupstaðar um 115 m.kr.
Gatan var fræst síðasta sumar en það var nauðsynlegt til að meta m.a. ástand steypunnar. Rannsóknar- og hönnunarvinnu er nú lokið og munu framkvæmdir hefjast um næstu mánaðarmót og að öllu óbreyttu er stefnt að þeim ljúki í september. Verkinu verður þannig háttað að jarðvegsskipt verður í götunni og hún síðan malbikuð. Samhliða þeim framkvæmdum verða lagnir sem liggja í götunni/gangstéttum endurnýjaðar og / eða endurbættar þar sem það á við. Í næstu viku er áætlað að dreifa nánari upplýsingum um framkvæmdina til íbúa á svæðinu er standa næst framkvæmdinni.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember