Undirritun viljayfirlýsingar Akraneskaupstaðar við Hopp rafskútuleigu á Akranesi
Í dag 19. maí var undirrituð viljayfirlýsing Akraneskaupstaðar við Hopp um deilileigu á rafskútum, um er að ræða sérleyfi (e. franschise). Það eru Akurnesingarnir Iris Gústafsdóttir, Alexandra Jóna Hermannsdóttir og Gunnar Örn Gíslason sem eru að opna reksturinn hér í bæ.
Opnað verður með 40 rafskútur og eru þetta sömu rafskútur og hafa verið að þeysast um götur Reykjavíkur. Hopp er umhverfisvænt fyrirtæki og kýs að endurnýja rafskúturnar eins og hægt er. Hafa rafskúturnar verið endurnýjaðar og lagfærðar og munu gera Skagamönnum og gestum kleift að hoppa leiða sinna.
Hopp mobility er alíslenskt fyrirtæki sem býður upp á þjónustu þar sem hægt erð að leigja rafskútur innan ákveðins þjónustusvæðis. Notendur aflæsa rafskútunum með appi síðan er keyrt um á þeim gegn vægu gjaldi en startgjaldið er kr. 100 og svo kr. 30 per/mínúta. Þegar ferðinni er lokið er hægt að leggja rafskútunni hvar sem er innan þjónustusvæðisins, en þjónustusvæðið nær yfir allt Akranes. Appið er fáanlegt bæði fyrir Android og iPhone og er mjög auðvelt í uppsetningu. Rafskúturnar eru með 25 km/klst hámarkshraða og komast hátt í 45 km á einni hleðslu.
Umframt allt biðjum við notendur að fara varlega, fylgja umferðarreglum í hvarvetna og eindregið er mælt með notkun hjálma á meðan hoppað er um götur bæjarins. Í appinu er að finna nákvæmar leiðbeiningar og notendaskilmála um hvernig nota skal þjónustuna og hvar er leyfilegt að hoppa. Við uppsetningu á appinu er notendum kennt að leggja rafskútunum að ferð lokinni þannig hann að þær verði ekki í vegi fyrir öðrum vegfarendum.
Út fyrstu vikuna munu nýir notendur sem sækja appið fá fyrstu tvær ferðirnar sínar ókeypis. Við vonum að þessi þjónusta verði kærkomin viðbót við litríkt og skemmtilegt bæjarlíf Akraness.
Frekari upplýsingar veitir Eyþór Máni fyrir Hopp á Akranesi, í síma 663 1806 eða á netfanginu akranes@hopp.bike. Tengiliður fyrir hönd Hopp mobility er Þorgrímur Emilsson sölustjóri, í síma 868 2515 eða á netfanginu thorgrimur@hopp.bike
Eyþór Máni f.h. Hopp og Sævar Freyr bæjarstjóri við undirritun viljayfirlýsingar
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, tók að sjálfssögðu einn prufuhring á rafskútu Hopp
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember