Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi
Skóla- og frístundasvið Akraneskaupstaðar bauð til glæsilegrar lokahátíðar þegar upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi fór fram í Tónbergi fimmtudaginn 13.mars sl..Við athöfnina lásu 12 nemendur í 7. bekk Brekkubæjarskóla og Grundaskóla upp sögur og ljóð, sex þátttakendur úr hvorum skóla. Formlegur undirbúningur nemenda í 7. bekk fyrir keppnina hófst 16. nóvember á Degi íslenskrar tungu. Undankeppnir voru haldnar í hvorum skóla þar sem sex fulltrúar hvors skóla voru valdnir.
Heiðursgestur lokahátíðarinnar að þessu sinni var Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir og sagði hún keppendum frá því hversu mikilvægt er að fylgja eftir draumum sínum og hafa kjark og þor til að standa frammi fyrir áskorum lífsins. Flutt voru tónlistaratriði frá nemendum við Tónlistarskóla Akraness sem einnig eru nemendur í 7. bekk. Hallberu Jóhannesdóttur bókasafnskennara voru færðar sérstakar þakkir en hún hefur komið að keppninni frá byrjun en nú í vor er komið að starfslokum hjá henni.
Keppnin hefur sjaldan verið jafnari en í ár og áttu dómarar, þau Halldóra Jónsdóttir, sr. Þráinn Haraldsson og Jakob Þór Einarsson, erfitt val fyrir höndum.
Að lokum komst dómnefndin að niðurstöðu og Upplesari Grundaskóla 2019 var valinn Magnea Sindradóttir og Upplesari Brekkubæjarskóla 2019 var valinn Margrét Björt Pálmadóttir. Sigurvegarar fengu í verðlaun peningagjöf og bók. Upplesarar kvöldsins fengu bókagjöf og einnig þeir aðilar sem komu að undirbúningi keppninnar. Allir nemendur í 7. bekk fengu viðurkenningaskjal fyrir sína þátttöku.
Við óskum öllum þátttakendum til hamingju með glæsilegan árangur.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember