Fara í efni  

Utanríkisráðherra Færeyja heimsótti Akranes

Laugardaginn 30. janúar kom Poul Michelsen utanríkisráðherra Færeyja í heimsókn á Akranes. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs tóku á móti Michelsen ásamt Gísla Gíslasyni framkvæmdastjóra Faxaflóahafna og stjórnarmanni í Færeysk - íslenska verslunarfélaginu og Gunnari Sigurðssyni fyrrverandi forseta bæjarstjórnar en þeir Poul hafa þekkst í yfir fjörutíu ár. Poul var borgarstjóri í Þorshöfn í 12 ár og á farsælan feril sem íþróttamaður, meðal annars í fótbolta og badminton. Með utanríkisráðherra í för var sendiherra Færeyja á Íslandi, Petur Petersen. Eftir hádegisverðarfund hélt Poul Michelsen ásamt fylgdarliði í  heimsókn í fyrirtækið Skagann en fyrirtækið á í miklum viðskiptum við eitt helsta útflutningsfyrirtæki Færeyja í sjávarútvegi.

 

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00