Lokið - Útboð á byggingarrétti á Dalbrautarreit
Útboði er lokið.
Akraneskaupstaður leitar eftir kauptilboðum í byggingarrétt á fjórum lóðum á Dalbrautarreit á Akranesi þ.e. lóðunum Dalbraut 4, Dalbraut 6, Þjóðbraut 3 og Þjóðbraut 5. Byggingarréttur á hverri lóð fyrir sig er boðinn til sölu.
Byggingaréttur á þessum 4 lóðum er samtals 11.102 fermetrar í íbúðarhúsnæði, 828 fermetrar í verslun og þjónustu, 1.311 fermetrar í þjónusturými og 4.414 fermetrar fyrir bílakjallara og annað kjallararými.
Akraneskaupstaður hyggst kaupa rými af lóðarhafa að Dalbraut 4, allt að 1.270 fermetra á fyrstu hæð. Ennfremur áskilur Akraneskaupstaður sér rétt til kaupa á allt að 15 íbúðum á lóðunum.
Útboðsgögn verða afhent í þjónustuveri Akraneskaupstaðar. Fyrir þá sem það vilja, verða útboðsgögn afhent á stafrænu formi með því að viðkomandi sendir tölvupóst á netfangið dalbrautarreitur@akranes.is, þar sem fram kemur nafn bjóðanda ásamt netfangi, nafni og símanúmeri tengiliðs.
Tilboð verða opnuð í skrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 300 Akranes, fimmtudaginn 3. maí 2018 kl.11.00.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember