Útvarp Akranes hlaut Menningarverðlaun Akraness 2019
Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar eru veitt ár hvert í tengslum við Vökudaga og voru í dag veitt í þrettánda sinn við setningu hátíðarinnar. Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum eða félagasamtökum sem hafa skarað fram úr á einhverju sviði menningar hér í bæjarfélaginu. Menningarverðlaun Akraness 2019 hlýtur Útvarp Akranes sem Sundfélag Akranes starfrækir.
Sundfélag Akraness náði þeim frábæra áfanga að halda upp á 30 ára afmæli Útvarps Akraness á árinu 2018. Það sem byrjaði sem fjáröflunarleið fyrir lítið sundfélag hefur blómstrað í það að vera ómissandi hluti af aðventu Akurnesinga nær og fjær. Útvarpsnefnd Sundfélags Akraness skipuleggur árlega frábæra, fjölbreytta og áhugaverða dagskrá og fær til liðs við sig fólk víða úr mannlífinu sem gerir útvarpið skemmtilegt og áhugavert fyrir mjög marga.
Það voru þeir Ólafur Páll Gunnarsson formaður menningar- og safnanefndar og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri sem afhendu stjórn Sundfélags Akraness og útvarpsnefnd viðurkenningu þessu til staðfestingar ásamt verðlaunagrip eftir listakonuna Kolbrúnu Kjarval.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember