Valgerður ráðin sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 1. september var samþykkt einróma að ráða Valgerði Janusdóttur kennara og mannauðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur í stöðu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Akraneskaupstaðar. Valgerður er kennari með B.Ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands, BA gráðu í sérkennslufræðum frá sama skóla og diplómu í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á stjórnun. Valgerður hefur starfað sem stjórnandi hjá Reykjavíkurborg síðastliðin 10 ár en hún hefur gengt starfi mannauðsstjóra og staðgengils sviðsstjóra sameinaðs skóla- og frístundasviðs frá árinu 2011 og þar áður var hún mannauðsstjóri menntasviðs Reykjavíkurborgar og jafnframt staðgengill sviðsstjóra. Hún hefur einnig gengt störfum kennsluráðgjafa, aðstoðarskólastjóra Vesturbæjarskóla í afleysingum, verið umsjónarkennari og deildarstjóri í sama skóla og sérkennari við Heyrnleysingjaskólann. Valgerði hafa verið falin fjölmörg trúnaðar- og stjórnunarstörf í tengslum við störf sín og má þar meðal annars nefna setu hennar í hagræðingarteymi skóla- og frístundasviðs sem er með 160 stofnanir og ársveltu upp á ríflega 40 milljarða.
Valgerður er gift Jakobi Þór Einarssyni leikara og eiga þau þrjú uppkomin börn.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember