Vatnsrannsóknir á grunnvatnsstöðu á Neðri Skaga - uppfært
Í gangi hefur verið að beiðni Akraneskaupstaðar könnun á jarð- og grunnvatnsaðstæðum á Neðri Skaga eftir að ábendingar bárust um hátt grunnvatnsyfirborð á svæðinu.
Framkvæmd könnunar hefur verið í höndum verkfræðistofunnnar Verkís. Fyrstu niðurstöður benda til þess að með tilliti til þeirra gagna sem aflað hefur verið í sumar, rannsókna sem gerðar hafa verið á jarðlögum og grunnvatni á Akranesi, ásamt yfirferð á öðrum gögnum frá veðurfari og mælingum Veitna, telst há grunnvatnsstaða í sumar vera vegna mikillar úrkomu fyrrihluta árs. Síðast mældist meiri úrkoma á þessu tímabili árið 2017 og þar á undan árið 2012.
Starfsmenn Verkís mæla með áframhaldandi vöktun á grunnvatni með síritum og efnagreiningu vatns til að afla nánari upplýsinga og mögulegan uppruna vatnsins og grunnvatnsrennsli á svæðinu. Akraneskaupstaður leggur áherslu á að kannaðar verði betur mögulegar ástæður hás grunnvatnsborðs norðvestan við Vesturgötu
og við Krókalón auk þess sem leitað verði skýringa á háu hitastigi grunnvatns í bænum.
Meðfylgjandi er hlekkur á skýrslu Verkís með fyrstu niðurstöðum.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember