Veggjalistaverk - gjöf fyrirtækja til Akurnesinga í tilefni 80 ára afmælis kaupstaðarins
Í ár er verið að halda upp á 80 ára kaupstaðarafmæli Akraneskaupstaðar og af því tilefni var meðal annars farið af stað með verkefni þar sem nokkur fyrirtæki gáfu bæjarbúum útilistaverk. Listafólk á Akranesi hannaði og vann verkin hér og þar um bæinn á veggi bygginga og þykir þetta hafa tekist mjög vel og til mikillar prýði.
Ólafur Páll Gunnarsson stýrði verkefninu, þróaði samstarf gefenda og listafólksins og leiddi listagöngu á Vökudögum, þar sem gengið var um bæinn, verkin skoðuð og sagt frá tilurð þeirra.
Er öllum þeim sem komu að þessari skemmtilegu hugmynd þakkað kærlega fyrir alla þá vinnu og fjármuni sem fóru í að koma þessu í framkvæmd.
Eftirtaldar listaverkagjafir prýða bæinn:
Gulir og glaðir
Listamaður: Edda Karólína, sem vann verkið.
Gefandi Fastefli ehf
Staðsetning: Íþróttahúsið við Vesturgötu
Ólafur Páll Gunnarsson, Tinna Steindórsdóttir fyrir hönd Fastefli, Sigrún Guðmundsdóttir og
Guðríður Sigurjónsdóttir formaður menningar- og safnanefndar. //Ljósmynd: Daníel Þór Ágústsson
Verk að vinna
Tinna Royal hannaði verkið og vinnuskólinn málaði það.
Gefandi: Húsasmiðjan
Staðsetning: Breið
Jón Arnar Sverrisson Garðyrkjustjóri fyrir hönd vinnuskólans, Ólafur Páll Gunnarsson og
Guðríður Sigurjónsdóttir. //Ljósmynd: Daníel Þór Ágústsson
Heima
Listamaður: Baski (Bjarni Skúli Ketilsson) vann verkið.
Gefandi: Faxaflóahafnir
Staðsetning: Mjölgeymsla - Akraneshöfn
Ólafur Páll Gunnarsson, Bjarni Skúli Ketilsson (á spjaldtölvu), Guðríður Sigurjónsdóttir og
Gunnar Tryggvason framkvæmdarstjóri Faxaflóahafna. //Ljósmynd: Daníel Þór Ágústsson
Akranes í 80 ár
Listamaður: Bjarni Þór, vann verkið ásamt Ástu Salbjörgu Alfreðsdóttur.
Gefandi: Bjarni Þór
Staðsetning: Gamla Landsbankahúsið
Ásta Salbjörg fyrir hönd Bjarna Þórs. //Ljósmynd: Daníel Þór Ágústsson
Áttaviti
Listamaður: Arnór Kári sem vann verkið.
Gefandi: Elkem
Staðsetning: Kirkjubraut 2
Ólafur Páll Gunnarsson, Arnór Kári (á spjaldtölvu) og Guðríður Sigurjónsdóttir.
//Ljósmynd: Daníel Þór Ágústsson
Skagatónar
Listamenn: Björn Lúðvíksson og Halldór Randver Lárusson sem unnu verkið.
Gefandi: Norðurál
Staðsetning: Gamla Kaupfélagið
Ólafur Páll Gunnarsson, Björn Lúðvíksson, Halldór Randver Lárusson og Guðríður Sigurjónsdóttir.
//Ljósmynd: Daníel Þór Ágústsson
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember