Aðgerðaráætlun vegna loftgæða í Grundaskóla
Að undanförnu hefur staðið yfir athugun á húsnæði Grundaskóla vegna heilsufarseinkenna hjá nokkrum nemendum og starfsfólki.
Verkfræðistofunni Verkís var falið að gera ítarlega úttekt á öllu húsnæðinu og nú liggja fyrir megin niðurstöður en fyrirhugað er að kynna fullbúna skýrslu í næstu viku fyrir foreldrum og starfsfólki. Meginástæða óþægindanna er talin vera rykagnir frá glerull vegna ófullnægjandi frágangs rakavarnarlags í lofti og veggjum. Einnig er hluti vandans talinn vera vegna rakaskemmda.
Ítarleg aðgerðaráætlun hefur verið virkjuð í samvinnu stjórnenda og starfsfólks og kynnt foreldrum en markmiðið í þeirri vinnu er að taka nemendur og starfsfólk út úr þeim rýmum þar sem talið er að loftgæði séu ófullnægjandi. Með miklu innsæi og fumlausum viðbrögðum hefur starfsfólki skólans tekist að gera áætlanir til að halda úti skólastarfi við mjög breyttar aðstæður á næstu vikum og upplýsingar þar að lútandi verið sendar foreldrum.
Á mánudag munu iðnaðarmenn hefjast handa við að lagfæra afmörkuð svæði í B-álmu skólans (rými unglingadeildar) en jafnframt verður unnið að áætlun að verulegum endurbótum á C-álmu (rými 1.- 3. bekkjar) en þær aðgerðir eru viðameiri og taka lengri tíma en aðgerðir í fyrrnefnda rýminu.
Það er von allra að með góðri samvinnu skólasamfélagsins og foreldra takist að halda skólastarfi nemendanna í sem mestum gæðum við þessar krefjandi aðstæður.
Frekari upplýsingar verða veittar eftir því sem þær liggja fyrir.
Nánari upplýsingar vegna þessa veita Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember